Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 27
Brjef frá Norvegi.
23
steypist ofan í úr trjerennu. Af þvi hjól þessi eru
stór — 5 til 8 áln. að þvermáli, eptir þvf sem mjer er
sagt; því stærra hjólið, þess aflmeiri snúningurinn —
þarf vatnsrennan að standa á staurum til þess að
vatnið flytjist fram yfir það, og steypist rjett niður
í stokkana á hjólumgjörðinni; vatnsþunginn í þeim
kemur á snúningnum niður á við, en steypist úr jafn
harðan við snúninginn, svo það aldrei tefur fyrir eða
dregur úr ferðinni. þ>að er því skiljanlegt, að afl
vjelarinnar er ekkert komið undir straumhörkunni í
rennunni, svo hún má vera bæði stutt og hallalítil.
Hins vegar er og auðskilið, að því straumharðara
sem er, því meira vatn berst að hjólinu á hverri
mínútu, og því meira verður þunga-aflið til að snúa
hjólinu. — En það er satt, að spjaldakarlamylnurnar
hafa þann kost fram yfir hinar, að þær geta unnið
í frosti, því að vatnið í rennunum neðanjarðar frýs
miklu síður en í stokkunum ofanjarðar, sem vatninu
veita á hjólmylnurnar.
2.
Stafangri, 25. oktbr. 1878.
Jeg sigldi 13. þ. m. frá Moss yfir um Víkina
að Vallö, sem er lítill bær við hana vestanverða,
nokkru sunnar en Moss. J>aðan fór jeg svo fót-
gangandi inn að Túnsbergi, að hitta Svend Foyn,
sem er mestur útvegsbóndi í Norvegi og kunnugur
mjög við endilanga Norvegs strönd. þ>að er aldrað-
ur maður, en mjög ern og kvikur á fæti. Hann hefir
allan aldur sinn alið við hvala- og selaveiðar og grætt
á- því stórfje. Nú síðast liðið sumar fjelck hann 100
hvali með fram Finnmörk á skip það, er hann sjálf-
Ur stýrði, og öll hans selveiðaskip, sem sagt er að
sjeu mörg, öfluðu vel. Norður á Vardö, sem er einn