Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 75
Brjef frá Norvegi.
7' I
hálfur formannshlutur af óskiptum afla, en af linu-
bátunum ekki; þar hafa skipverjar „spotta11, eins og
tiðkast að minnsta kosti sumstaðar hjá oss, og er þá
spotti formannsins ætíð lengstur.
þ>að má sannarlega gleðja oss íslendinga, að
sumir af oss tökum þó Norðmönnum fram í því, að
verka saltfisk, því hinn íslenzki þykir ætið út-
gengilegri og er hærri í verði heldur en hinn norski,
að minnsta kosti vestfirzki fiskurinn. Jeg spurði
Svend Feyn, hvernig hann hjeldi að á því stæði,
og kvaðst hann halda það væri af því, að fiskurinn
hefði betra æti við ísland en Norveg. J>ótti mjer
þetta allsennilegt, því mjer hafði dottið sama í hug
áður; en jeg komstþó að því seinna, að önnur mundi
vera orsökin. Norðmenn hálsskera nefnilega ekki
fiskinn jafnótt og þeir afla hann, og ekki eru þeir
heldur vanir að þvo hann áður hann er saltaður.
Sögðu menn mjer, að töluvert hefði verið reynt til
þess fyrir noklcrum árum, að fá fiskimenn til að
hálsskera fiskinnn og hleypa úr honum blóðinu, en
ekkert hefði unnizt á við það þá og nú væri það
umtal dottið niður. — |>að er bæði sómi og gagn
fyrir hvern einn, að vanda vöru sina sem bezt hann
getur, og ættum vjer Islendingar að kosta kapps um
það í allar lundir; vjer fáum þá gott álit á oss í
augum erlendra þjóða og vöruvöndunin ber oss
hundraðfalda ávexti, er varan bæði hæklcar í verði
og selst betur. Hver og einn verður að gjöra sjer
að skyldu að vanda fráganginn á sínu sem allra bezt,
og leita sjer leiðbeiningar hjá þeim, er betur vita,
ef hann þykir sig skorta þekkingu. Hann verður
að hafa sjer það hugfast, að hann með sinni viðleitni
leggi þó eitt lóð í metaskálina til að efla sinn og
annara hag ; eins og hann breytir sjálfur getur hann
setlazt til að aðrir breyti. J>ó hann sjái það gagn-