Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1879, Side 14

Andvari - 01.01.1879, Side 14
30 Hugleiðingar um stjórnarmálið. Til að bæta úr þessu, er það með öllu nauðsynlegt, að hinn sami maður, sem kemur fram af hendi stjórnarinnar á alþingú, og tekur þátt í undirbúningi lagafrumvarpanna, beri þau upp fyrir konungi til staðfestingar og undirskrifi þau með honum svo sem stjórnarherra með ábyrgð. Vjer getum hvorki bú- izt við nje óskað, að ráðgjafinn fyrir ísland, þegar hann er jafnframt einn af stjórnarherrum Dana, komi til alþingis og sitji þar um þingtímann til að taka þátt í undirbúningi lagaboðanna og umræðunum um þau. Nei, vjer kunnum því mjög vel og álítum oss hentast, að landshöfðingi vor haldi því sæti, er hann hefir nú með sóma í setið um hríð á þinginu. En vjer óskum þess, að landshöfðinginn sje meira en sendimaður stjórnarherrans; vjer óskum, að lands- höfðinginn gjörist líka stjórnarherra með ábyrgð fyr- ir alþingi, svo að vjer höfum tvo stjórnarherra, jafna að valdi og virðingum, annan hjer innanlands, en annan erlendis hjá konungi. Hinum sjerstaklegu ís- lenzku stjórnarmálum sýnist oss að skipta ætti milli þessara tveggja stjórnarherra eptir þeirri reglu, að stjórnarherrann í Reykjavík hefði til fullra forráða öll þau mál, sem eru hreint og beint innlend og eigi snerta neitt samfjelagsskap vorn við aðra þegna konungsins fyrir utan ísland, en stjórnarherrann í Kaupmannahöfn eptir sem áður öll þau, er á ein- hvern hátt við koma fleirum en þeim, sem í landinu búa. Með þessum hætti verður komizt hjá, að tefja fyrir úrskurðum í innanlands málum, með því að senda þau út úr landinu, og öllum þeim annmörk- um, er það hefir í för með sjer ; því það eru þessi alveg innlendu mál, sem oss er svo afar nauðsynlegt að fá greiðlega kljáð, en sem enginn vegur er til að orðið geti, ef þau þurfa að ganga til annara landa og i gegn um hendur ókunnugra manna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.