Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 40
Brjcf frá Norvegi.'
3(i
hvert með síría sálmabók, jafnvel þó ekkert væri
sungið, en það hefir eflaust átt að vera nokkurs-
konar „vottur“ um, að það sæti þar til að hlýða
á andleg fræði.
Holm prestur, sem að eins er 32. ára gamall,
var nýbúinn að fá þetta Askevoldsbrauð, er hann
kvað metið um 3000 kr. Hafði hann áður verið
prestur í bænum Haugasundi, og fjekk að gjöf frá
söfnuðinum þar gullúr með gullfesti við, og mjög
stóran og prýðilegan spegil með hirzlu undir.
Frá Askevold komst jeg ekki lengra í senn
en norður að Flóreyu, sem er 3. mílum norðar, og
varð að bíða þar einn sólarhring eptir öðru skipi.
f>að er lítill bær, en jeg var svo heppinn, að hafna
mig þar til gistingar á heimili einhvers helzta síld-
arveiðamanns Norvegs, er heitir A. Hermannsen.
Hann tók mjer vel og sagði mjer margt um síldar-
veiði Norðmanna; er hann auðugur vel og hefir
grætt allt sitt fje á síldarveiðum. Hann stýrði líka
nokkurskonar netaverksmiðju þar, en það voru hend-
ur bæjarbúa og nágranna, er unnu fyrir hann, í stað-
inn vjelanna i Björgvin; kvaðst hann byrgja marga
með sfldarnætur á þenna hátt. £>essi síldarmaður
hafði fyrir skömmu keypt lítið gufuskip, er hann
ætlaði einungis tif þess, að láta það teyma síldar-
báta sína með úthaldinu hingað og þangað til þeirra
staða, er helzt væri aflavon, og þótti það mikill dugn-
aður og framkvæmd í þeirri grein.
Bærinn hjer — Álasund — hefir risið upp á síðari
tímum, og eru aðeins 36 ár síðan hann fjekk kaup-
staðarrjettindi; hjer eru liðug 6000 íbúa. Hann ligg-
ur á tanga er út frá landi gengur, en sá tangi er
þó skorinn í sundur af smásundum, sem brýr liggja
yfir og binda við meginlandið. Álasund hefir allan
vöxt sinn og viðgang af fiskiveiðum og fiskiverzlun,