Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 11
9
»En með því að hann hafði að eins numið frum-
fræði vísindanna, mátti eig'i annað vera, en að luvnn
i fyrstu settist neðstur. En smám samaii tók hann
sér svo fram, að mjög fáir urðu honum fremri, því
að bæði var hann mjög iðinn og elskur að náminu,
enda hafði hann farsæla dómgreind og trútt minni;
varð honum af þessum sökum svo vel ágewgt, að
hann að sameiginlegu vitni prófdómenda var útskrif-
aður með lofi«.
8íðasta veturinn, sem Jón Arnason var í skóla,
réð dr. Sveinbjörn Egilsson, sem þá var kennari við
skólann og bjó á Eyvindarstöðum, hann til sín til
þess að kenna börnum sínum; má af því marka, að
Svb. Egilsson hefir þá þegar liaft gott traust á lion-
um, er hann valdi hann til þessa starfa. Fór Jón
Arnason þá vistum til hans um vorið og starfaði síðan
að búi hans á Eyvindarstöðum á sumrin, en kenndi
bæði börnum hans og nokkrum annara kverið og
önnur almenn fræði á veturna og enn frémur eigi
allfáum piltum undir skóla. Meðal herisveina hans
þar á Eyvindarstöðum má nefna Egil Sveinbjörns-
son Egilsson, Eggert Waage, Sigurð Helgason frá Vogi
á Mýrum, er síðar hætti við nám sökum veikinda,
og Jón Þorkelsson rektor, er sökum rúmleysis á
Bessastöðum hafði eigi náð þar skólavist um eitt ár.
Þá er skólinn á Bessastöðum var fiuttur- til Reykja-
víkur 1846, fluttist Jón Arnason þangað með Svein-
birni Egilssyni og var heimiliskennari hjá honum,
allt til þess er hann andaðist 1852, og síðan hjá
ekkju hans Helgu Benidiktsdóttur Gröndal, þar til
er hennar missti við (1855); kenndi hann þá og enn
nokkrum piltum undir skóla á því méh. Allan þann
tíma, er hann var hjá Sveinbirni Egilssyni, fékk
hann fæði og húsnæði og 25 ríkisdali að launum ár