Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 15
13
skyldi gjalda ;5 mörk ár hvert; það fe, sem safninu
þainiig áskotuaðist, átti nú Jón Arnason að fá fyrir
ómak sitt; en það voru að eins sárfáir, er guldu
tillagið, og hafði hann því optast lítið sem ekki neitt
fyrir starf sitt þar til er stjórnarnefnd safnsins gerði
11. jan. 1867 þá breyting á þessu, að féliirðir skyldi
heimta tillögin, en bókavörður fá 50 ríkisdali í þókn-
un ár livert, og stóð svo unz alþingi 1881 tók safnið
að sér og gerði það að allsherjarbókasafni landsins
og veitti bókaverði 1000 kr. þóknun árlega af lands-
fé. Jón Arnason lét sér hughaldið, að gott skipulag
kæmist á safnið, sem sjá má á grein þeirri um
Stiptnbólcasafnið i EetjJcjavik, er hann ritaði í íslend-
ingi 1862, III, g6—50, og Þjóðólfi 1862, XIV, 90—119,
enda hafði liann án efa fiesta þá kosti af sjálfum
sér, er bókavörður við slíkt safn, þótt eigi sé stærra
eða marg'brotnara, þarf að vera búinn, svo að gott
lag' sé á, því að bæði var hann glöggur á bækur,
meðan liann stóð uppréttur, og hafði miklar mætur
á þeim, enda var hann manna fróðastur í þeim efn-
um og þó einkum í íslenzkri bókfræði. En íslenzku
ritin eru, eins og hverjum manni erauðsætt, sáhluti
safnsins, er mesta rækt þarf við að leggja. Safnið
átti næsta erbtt uppdráttar nær alla þá stund, 39
ár, er hann var bókavörður þess, og varð því nær
eingöngu að lifa á bónbjörgum og gjöfum, enda hafði
það engar tekjur aðrar en renturnar af sjóði sínum,
og mun það fé aldrei hafa farið fram úr 100—200
kr., er verja mátti ár hvert til að auka safnið að
ritum og til bókbands. Þó auðgaðist safnið jafnt og
þétt að nytsömum ritum og þó einkum upp á síð-
kastið, er handritasöfn þeirra Hannesar biskups Finns-
sonar, Steingríms biskups Jónssonar og Páls stúdents
Pálssonar komust þangað og alþingi keypti hand-