Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 17
15
menntafélags var hann kosinn 1848 og hafði hann-
það starf á hendi til 1854; hafði enginn áður verið kosinn
tilþess starfa; varabókavörður var hann frá 1859—70-
og varagjaldkeri frá 1873—75. Þáer Tímarit hins ís-
lenzkabókmenntafélags var stofnað 1879,var hann einn
þeirra manna, sem kosnir voru í ritstjórnamefnd þess.
Skrifari biskups, fyrst Helga biskups Tliorder-
sens og síðan Péturs biskups Péturssonar, gerðist
Jón Arnason 26. júlímán. 1856 oghélt því starfi þar
til er hann varð umsjónarmaður við latínuskólann
1867. Við skrifstofustörf þessi sat hann venjulega
frá kl. 9—2 og 4—7 og voru árslaun hans 400—500
ríkisdalir. Um þetta leyti, nær 1860, fékk hann Helga
biskup Tliordersen til þess að senda próföstum öll-
um og prestum umburðarbréf þess efnis, að þeir skyldu
gera skrár yfir allar íslenzkar bækur, er eldri væru
en 1781 og til væru annaðhvort á bæjum i sóknum
þeirra eða við kirkjurnar. Varð árangurinn af þessu
nokkur og eru skrárnar enn til; en nú hafði hann
fengið lykil að mörgum fáséðum bókum, er hann
vissi, livar þær voru niður komnar, enda eignaðist
liami eptir þetta drjúgum fágætar og merkilegar bæk-
ur íslenzkar, og mun bókasafn hans liafa verið eitt
hið bezta í sinni röð. En því miður mun hann hafa
selt mikinn hluta þess síðustu ár æfi sinnar af' landi
burt, í góðan stað að vísu—próf'. W. Fiske—,en sjónar-
sviptir er að þeim ritum, sem hér eru alls eigi til
framar. En meginhluta liandritasafns síns, er bæði
var mikið og merkilegt í alla staði, hafði hann fyrir
löngu selt Jóni Sigurðssyni fyrir 1000 ríkisdali, og
liöfðu þeir jafna heimild á notkun ritanna meðan þeir
lifðu báðir. Voru það alls 125 bindi og eru nú geymd
í handritasafni Jóns Sigurðssonar. En hitt, sem eptir