Andvari - 01.01.1891, Side 18
lö
var og eigi var í þessum kaupiun, mun verða lands-
ins eign áður en langt um líður.
Nú skal víkja að því atriði í æfi Jóns Arnason-
ar, er lengst mun halda minning hans á lopti, en
það eru störf lians við þjóðsögur vorar og önnur al-
þýðleg fræði. Svo sem mörgum mun kunnugt, tóku
ýmsir fræðimenn hér á landi sem víða annars stað-
ar eigi alllöngu eptir siðbótartímana að gefa gaum
og safna margs konar alþýðlegum fræðum: sögum
og kvæðum, lýsingum á alls konar þjóðtrú og þjóð-
siðum o. s. frv., en fæst af þessu kom fyrir almenn-
ings sjónir, enda munu fæstir þeirra hafa svo til ætl-
azt, og geymdist þó margt af þessu tægi í handrit-
um bæði hjá einstökum mönnum og í bókasöfnum
og láþar sem arðlaust fé allt fram á þessa öld, enda
höfðu margir merkir fræðimenn — og þeir voru án
efa íieiri en liinir — ímugnst á slikum fræðum lengi
framan af og töldu þau einskis-virði, ef eigi skaðleg
og siðspillandi, en þeir, sem með þan fóru, voru um
tíma kenndir við kukl og galdur og ofsóttir á allar
lundir. Um sama leyti sem farið var af alefii að
grafast liér á landi eptir hinum fornu bókmenntum
vorum, á öndverðri 17. öld, safna og rita npp forn-
sögur vorar og kvæði að nýju, tóku hinir og þessir
fræðimenn, lærðir og leikir, að renna huganum til
ýmislegra sagna eða munnmæla, fornra og nýrra, er
gengu manna í milli og aldrei höfðu áðúr verið rit-
uð. Eu eptirtekjan varð lítil, sem við var að búast,
því að enginn þessara manna háfði það beint hug-
fast, að slík fræði mættu koma sögu þjóðarinnar að
góðu haldi. Það er eigi fyr en á þessari öld, að
verulegur skriður komst á stundun þessara frteða liér
landi, og þá er það Jón Arnason, sem ríður á vaðið.
Þá er þeir bræður Jakob og Wilhehn Grinnn höíðu