Andvari - 01.01.1891, Page 22
20
þessari öld. Hefir hann með þeim sýnt og sannað,
að vér stöndum í þeirri grein bókmenntanna full-
komlega jafnfætis hinum öðrum frændþjóðum vorum
á Norðurlöiidum, og hefir þessi skáidskapur skapazt
og þróazt á algerlega þjóðlegum grundvelli eða um-
breytzt .og lagazt af útlendu efni. Fyrir því eru
þessi rit svo rammíslenzk, svo rammþjóðleg í fyllsta
skilningi orðsins, sem verða má, og hljóta ávallt að
vera einhver hin kærustu skemmtirit,sem alþýðu verða
í liendur fengin, enda eru þau »liold af hennar holdi
og bein af hennar beinum«, en sagan og þjóðafræðin
liafa og margvísleg not þeirra og skáldum vorum
ættu þau að geta veitt nær óþrjótandi yrkisefni, enda
hafa þegar sézt þess nokkur merki. En öll niður-
skipting efnisins í þjóðsögum Jóns Arnasonar, hinum
prentuðu, sýna það, að hann hefir gert sér glöggva
grein fyrir, hvert verkefni hans væri og hvernig
hann yrði að leysa það af hendi, svo að vísindin
hefðu mest gagn af. Formálar hans eða inngangar
fyrir hverjum kafla eru og einkar fróðlegir, en sög-
uriiar sjálfar eru flestar með þeim ummerkjum og
orðalagi, sem þær eru sagðar af þeim mönnum, er
sögðu þær bezt í hverri sveit eða hverjum lands-
fjórðungi; en ef missagnir eru, þá er þeirra jafnan
getið. Þó mun hann víða mjög liafa vikið ýmsu til,
að því er ytri búning sagnanna snertir, er honum
þótti þess þörf, því að eigi segja allir sagnamenn
jafnskipulega frá, en hann talaði og ritaði íslenzku
betur flestum öðrum.
Jón Árnason átti nokkurn hlut að því, c' T' rn-
gripasafn íslands var stofnað 1863 og var honum
falin umsjón þess ásamt með aðalstofnanda þess,
Sigurði málara Guðmundssyni. Þeim starfa gegndi
hann þar til er Sigurður Vigfússon tók við 1881. Þótt