Andvari - 01.01.1891, Side 31
29
rákirnar sem eðlilegt er eptir fjarðarstefnunni til
vesturs. Við læk kippkorn fyrir innan Hrafnabjörg
•eru leirbakkar og í þeim skeljabrot, hörpudiskar o.
íi. Þar fram með sjónum eru margbreytilegar lípa-
rítmyndanir og eins í fjöllunum fyrir ofan Sanda;
•eins eru líparítmyndanir allmiklar í Skarðsheiði upp
af norðvesturendanum á Skorradalsvatni. Norðan í
Skarðsheiði austur af Skessuhorni eru brúnirnar nijög
háar og neðan við þær jökull, hjarnskaflar mjög
stórir; í neðstu röndinni á þessmn hjarnsköflum sjást
smáar skriðjöklamyndanir og á einurn stað er löng
ístota niður eptir gili. Fjallið er vel lagað til þess,
að þar geti lialdizt snjór, því þar eru tvær breiðar
kvosir eða daladældir inn í fjallið (Kaldidalur austar
og Hornsdalur vestar). Vesturhluti Skorradalsvatns
kvað vera grynnri en aðrir hlutar vatnsins, víðast
um 12 faðma, en þegar innar dregur er víðast um
20 faðma dýpi og þar fram yfir; sumir segjast ekki
hafa (á stöku stað) náð botni með 70 faðma færi,
en óvíst er, hvort satt er; svo mikið dýpi eða meir
gæti þó vel átt sér stað í þess konar fjallavatni. Af
Hesthálsi er góð útsjón yflr Borgarfjarðar-láglendið,
mýraflákana, árnar og holtin; fyrir framan mynni
Lundarreykjadals eru háir melbakkar og hefir sjórinn
líklega náð þangaðiupp um lok ísaldarinnar; holtin
sem standa upp úr mýrunum hér á láglendinu, eru
•öll úr blágrýti og er það ísnúið. Við beitarhús rétt
fyrir ofan Þingnes gengur stór basaltgangur út i
Grímsá, í honum eru stórar liggjandi súlur og hefir
gangurinn florft flatur við íshreyfingunni, svo bálfar
súlurnar hafa núizt af, sýnir þetta meðal annars afl
jöklanna, er gengið hafa niður í Borgarfjörðinn.
Hinn 22. júlí fórum við frá Stafholtsey upp í
Reykholtsdal, til þess að skoða hveri, veðrið var iiið