Andvari - 01.01.1891, Page 36
84
fet í lopt upp, úr hinum yarla meira en hálft fet.
Hverahrúður sýnist vera nokkur undir grassverði
kringum Dynk. I lauginni litlu við lækjarfarveginn
er 40° hiti, hún er ekki annað en dálítið gat með
slíi.
Víðar í Reykholtsdalnum eru hverir og laugar,
eu þar sem eg nú iiefi talið, og eru þessir helztir:
sunnan ár Hægindahver, Kóparevkjakver, hver hjá
Snældubeinsstöðum og svo Kleppholtsreykjahverirnir;
norðan ár eru Reykholtshverirnir, Sturlureykir og
Deildartungu- eða Tunguhverir, og Vellineshvér í ánni.
I Hvítárdalnum fyrir norðan hálsinn eru og margir
hverir, en þó flestir hjá Norður-Reykjum og skal
þeirra síðar getið, svo eru laugar hjá Ási (í Stóra-
Áss landi), laug við húsmannsbýlið Suddu, 2 hverir
hjá Hurðarbaki, laug hjá kletti í nesinu milli Hvítár
og Reykjadalsár, og svo laug hjá Síðumúla norðan
við Hvítá.
23. júlí fórum við frá Reykholti og riðum fyrst
upp á Skáneyjarbungu; þaðan ergóð útsjón yfir dal-
inn og niður ejuir láglendinu. Fjöllin sunnan við
dalinn eru hærri og þó ekki há, en þar er hlíðin
samanhangandi, og er Hægindakotshnöttur einna hæst-
ur beint á móti Skáneyjarbungu, en fjallraninn end-
ar með Kroppsmúla að framan, og er hann 912 fet
á hæð. Norðan við dalinn er enginn beinlínis sam-
anhangandi fjallgarður, en að eins lágar liálsakúpur
aflíðandi, og er Skáneyjarbunga þar hæst. Jarðveg-
ur er mjög þykkur í Reykholtsdal og- undir honum
mjög mikið af ísáldarleir, og skerst áin í ótal kröpp-
um hlykkjum gegn um moldar- og leirlögin. Þar
sem basaltklettar korna frarn úr jarðvegi, eru þeir
mjög víða ísnúnir; glöggar ísrákir sá eg t. d. nálægt
Sturlureykjum, og sjást þær eflaust mikið víðar, ef