Andvari - 01.01.1891, Side 40
38
og er móbergslag þetta að eins millUag milli blá-
grýtislaga. Fyrir neðan Húsafell sér yfir hraunbreið-
urnar miklu, sem runnið hafa niður dalinn; hraunið
hérna megin er komið ofan úr Geitlöndum, en hraun-
álman, sem runnið heflr niður með Norðlingafljóti, er
kvísl úr Hallmundarhrauni. A hrauninu fyrir ofan
Húsafell er mikill skógur, hinn alkunni Iíúsafells-
skógur, og rennur Kaldá milli hans og bæjarins.
Undan hrauninu hjá Húsafelli renna ýmsar vatns-
miklar kvíslar í Hvítá. Frá HúsafelM fór eg daginn
eptir upp í Geitlönd, fórum við fyrst yflr Kaldá, gegn
um skóginn og fram hjá Seigili; í því kvað vera
volgar laugar og volg sþræna koma út úr steini, en
ekki kom eg þar.
Síðan riðum við yfir Geitá, hún er stakksteinótt
og ill yfirferðar þegar hún er mikil, í henni er jök-
ulvatn og gjörir hún opt mikinn vöxt í Ilvítá og ber
í hana jökuUeðju. Þegar vatnavextir eru, er önnur
kvísl norðar (Svartá), en nú var hún nærri þurr.
Ar þessar flæða yfir mikið svæði af hrauninu og
sjást þess glögg merki, því stórt flæmi er þakið sandi
og stóru hnullungagrjóti. Þar eru ýmsir fieiri far-
vegir í hrauninu, með ótal skvompum og dældum,
holaðir niður í eitilhart blágrýtið, þeir voru nú þurir
en fyllast af jökulvatni í vorleysingum. Fyrir ofan
Geitá heitir Geitland, þar er að neðanverðu fagurt
land, jarðvegur töluverður á hrauninu, kvistlendi gott,
viðir, lyng og fjalldrapi. Hraunin sem undir liggja,
hækka smátt og smátt upp að Langjökli, og suður
at Hafrafelli uppi við jökulröndina er gigaröð frá
SV tifNA. og hefir hraunið líklega komið þaðan.
Fyrrum var byggð í Geitlandi, en ekki sjást þess
nú -neinar menjar, nema ef vera skyldi óglöggar
túngarðshleðslur af einum bæ utan í brekku þar sem
i