Andvari - 01.01.1891, Page 41
39
allhá melalda stendur upp úr hraunröndinni. Þess
er getið í Landnámu að Ulfur sonur Gríms liins há-
leyska, haíi numið land milli Hvítár og Suðurjökla
og búið í Geitlandi1, en byggðin hefir efiaust snemma
lagzt í eyði, því í elzta hlutanum af Reykholtsmál-
daga2 sem sagt er að liafi verið gjörður 1185, er
»Geitland með skógi« talið undir Reykholtskirkju.
Til eru sagnir um það að byggðin í Geitlandi hafi
átt að ej^ðast af eldgosi, en engin merki sá eg til
þess, að þar hafi hraun runnið síðan í landnámstíð,
það er líka sagt að til forna hafi hverinn Skrifia átt
að vera í Geitlandi, og segja munnmælin að hann
hafi fiutt sig þaðan að Reykholti, en hvílt sig á leið-
inni nálægt Asi, þar sem nú eru Áslaugar; í Geitlandi
á enn að sjást hveragrjótið þar sem Skrifla var og
lækjarfarvegurinn. Bóndinn á Húsafelli, sem fylgdi
mér upp i Geitlönd, sýndi mér liverastæðið, sem menn
ætluðu að væri í endanum á gömlum djúpum grasi-
vöxnum lindarfarvegi. Þar er ekkert hveragrjót,
því það sem menn lmfa lialdið að væri hveragrjót,
eru blágrýtissteinar með gulhvítri skán af skófurn og
mosa. Aptur á móti sýnast vera mannaverk á þess-
ari holu, því steinarnir liggja eins og í hleðslu og
hefir þar ef til vill verið vatnsból. Þó er þetta allt
óvíst, en víst er það, að þar hefir aldrei Skrifla verið.
Það kemur fyrir að hverir fiytja sig, en ólíklegt er
að hver hefði farið svo langa leið og allra sízt þvert
yfir stefnu þeirra liverasprungna, sem allir hverir
eru bundnir við í þessum héruðum. Þegar við liöfð-
um dvalið nokkra stund í Geitlandi kom hellirignmg
og þoka, svo við urðum að lialda þaðan að Kal-
mannstungu. Hvítárdalurinn hallast jafnt og þétt
1) Landnáma I. kap. 21.
2) Islenzkt Forngripasaín I. bls. 280.