Andvari - 01.01.1891, Síða 42
40
upp eptir, upp að Eiríksjökli og Hafrafelli, að sunnan
hallast Geitlöndin upp að Langjökli og hafa hraunin
þar runnið niður hailann niður í dalinn, svo Hvitár-
dalurinn fláir þeim megin suður á við, fyrir neðan
Geitá byrjar hin samanhangandi lilíð sem gengur
niður með dalnum hjá Húsafelli. Að norðanverðu
takmarkast dalurinn af löngum fjallshrygg, er þar
Tungufjall fremst í tungunni milli Hvítár og Norð-
língafljóts og er það mestmegnis úr líparít, síðan
lækkar hryggurinn og verður lágur og mjór hjá
Kalmannstungu, þar er lítill líparithnúskur á hálsinum
íyrir ofan bæinn og heitir hann Sýrholt; því næst
liækkar fjallslirygguriim aptur meir og meir og endar
með háum tindi, sem lieitir Strútur (3300') og er djúpur
dalurmilli hans og Eiríksjökuls. Strútur sést langt að
neðan úr Borgaríirði, hann er einkennilega lagaður
og ber þaðan vanalega í hjarnbunguna á Eiríksjökli.
Um morguninn 25. júlí var dumbungur og þoka
til fjalla og skúrir á milli og mikið far á lopti, samt
fórum við á stað upp á Strút; riðum við frá Kal-
mannstungu' upp í fjallshrygginn hærra og hærra,
þar er hvergi bratt en jafnhallar upp eptir, basalt
er þar undir þó líparít komi fram á stöku stað. Af
hálsinum sér brátt suður og norður af; Norðlingafljót
rénnui’ norðan við hálsinn í mjóum dal og er Þor-
valdsháls vestan við og í honum líparítskella yzt,
háls þessi er mjög langur og mjór. Eptir því sem
við komum hærra upp eptir Strútshryggnum fór veður
að verða hvassara og illhryssingslegra. Ofan á bas-
altinu er móberg (grá breccia), og er það aðalefni
fjallsins, á einum stað teymdum við upp brekku, en
í góðu veðri má ríða alla ieið upp á efstu nýpu án
þess það þurfi að þreyta hestana mjög ef varlega er
farið. Þegar við komumst upp undir efstu nýpuna