Andvari - 01.01.1891, Síða 50
48
arbrandur, en ekki gátum við skoðað hann f'yrir þoku
og rigningu. Við suðvesturhorn vatnsins sá eg úr
tjaldstað móta fyrir hrauni ogfóru við þangað næsta
dag, til þess að skoða það, veðrið var hið sama,
hellirigning og þoka. Fyrir sunnan vatnið eru ís-
núnir hálsar með eintómum ldettahryggjtun, smá mýra-
sundum, hvilftum og bollum, og var þar ógreiðfært
yfirferðar; úr suðvesturhorni vatnsins rennur Langá
og er lægðin, sem hun rennur eptir, full af lirauni.
Hraunið, sem er næst vatninu, sýnist hafa' komið þar
niður úr gilskoru úrrauðleitum gíg, en mjög óglöggt'
var að sjá þangað fyrir þoku, í fjallshorninu eru 4
grasgrónar sprungur. Við riðum niður með Langá
að austanverðu og svo yflr hana, hún rennur hér
allstaðar á hrauni, en hefir sumstaðar borið mikið
af sandi og möl ofaná það, vestur af henni er hér
dálítið vatn, liklega uppistöðupollur sem rennur í
þegar áin er í vexti. Sunnan við vatnið er einstakt
fell úr móbergi, en fjöllin er að dalnum liggja eru
úr blágrýti; sunnan við þetta fell er annað vatn og
svo koma aptur móbergsfeH, sem nærri þvergirða
dalinn, en milli þessara fella er röð af rauðum gjall-
gígum allstórum og heflr hraunið runnið þaðan. Suð-
ur af fellunum hallast dalurinn niður á Adð og er það
Hraundalur, en Langá fellur um annan dal litlu
austar niður til byggða. Við gengum upp á stærsta
giginn, liann er um 300 fet á hæð og í hann djúp
aflöng goshvilft, hinir gígirnir 4 eða 5 eru minni;
stefna gígaraðarinnar er S 10° A. Frá gígunum rið-
um við aptur heim að tjaldi og fórum yflr Langá á
Skarðsheiðarvaðinu, þar er stórsteinótt og hraunhol-
ur í botninum. Iíinn 4. ágúst fórum við upp með
Baulá, hún rennur í djúpu gljúfri þvers í gegnum
fjallshrygg áður en hún rennur i vatnið; allstaðar er