Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 52
50
Bruarfoss stendur á bakka Hítár góðan kipp fyrir
neðan Staðarhraun, þar er foss í ánni ekki hár, en
allsnotur. Blágrýti er undir í árfarveginum oghefir
áin komizt í þrengsli við það að brjótast gegnum
stóran basaltgang sem hffir stefnuna N 10° A. Gang-
urinn er 15 álnir á þykkt, súlurnar liggjandi eins og
vant er og mjög stórar, stærstar í miðjunni og
smækka er dregur út að röndunum. Hérum bil 10
föðmum neðar er annar miklumjórri gangur (N 10° V),
áin hefir brotið rauf i hann og eru þar hávaðar og
iðukast; bæjarmegin gengur þar liörð basaltklöpp út
að ánni og eru á henni margir geysistórir skessu-
katlar; hvergi á Islandi hefi eg á einum stað séð
jafnmarga lcatla og stóra, þeir eru nærri eins stór-
gjörðir og fagrir einsog hinir nafnkunnu skessukatlar
hjá Luzern í Sviss. Skessukatlarnir eru milli 30 og
40 að tölu, þeir er sjást, en eflaust mundu fieiri
finnast ef jarðyegur og lausagrjót væri tekið ofan af.
Gangurinn sem áin hefir brotizt í gegnum hefir fyrr
verið liá brík, hefir áin runnið í háum fossi fram af
henni og þá hafa slcessukatlarnir myndazt; örðugt
hefir ánni veitt að brjóta ldið ábergbríkina og iiefir
löng vík og mjó myndazt upp með ganginum að
sunnanverðu áður en því varð framgengt. Katlarnir
eru nú sumir 4—5 álnir fyrir ófan vatnsborð árinn-
ar, en sumir eru að myndast ennþá í ánni fyrir neð-
an af hringiðukastinu og snúningi steinanna þar sem
straumurinn er harðastur. Op katlanna eru ýmislega
löguð: afiöng, sporöskjulöguð og kringlótt, katlarnir
eru eins og sorfnir í bergið eða boraðir með geysi-
miklum nafri, í þeim eru allavega lagaðar skvompur
og holur, stundum hafa tveir eða fleiri sameinazt að
neðan og eru steinhöpt á milli hið efra; stærsti ket-
illinn, sem eg mældi, var samsettur af 3 eða 4 sam-