Andvari - 01.01.1891, Side 57
55
sem þar er nálægt. Frá bænum er alllangur vegur
upp að ölkeldunni og fórum yið það allt blindandi
vegna þokunnar. Nú er búið að bvggja dálítið hús
yfir ölkelduna, það er með steinveggjum og timbur-
þaki og liefir verið reist með samskotum, það var
þó ekki ennþá fullgjört; aptur úr húsinu er dálítið
afhýsi yfir ölkelduiia sjálfa, hún hefir verið hlaðin
upp og hreinsuð og er nú eins og dálítið ker, sem
tekur 4 heilanker af vatni. Kolasýran streymir án
afiáts upp úr botninum svo vatnið sýnist sjóða og
bulla eins og lint sjóðandi hver; hiti þess var 9°, en
lopthitinn var samstundis IU/20. Olkelduvatnið er
mjög' svalandi og ljúffengt og alveg eins og kolsýru-
vötn, þau er menn gjöra (sodavatn), á bragðið, og
enginn sérstakur keimur af því. Ur gili fyrir ofan
rann áður opt vatn í ölkélduna og gerði liana grugg-
uga, nú var verið að stinga skurð til þess að veita
því rennsli frá. Frá Rauðamel riðum við út með
Gerðubergi, það er fagurt stuðlaberg með háum súl-
um, sem standa í röðum langa leið, í stuðlum þess-
um er dólerít, enda er bergið rönd á gömlu dólerít-
hrauni, sem runnið hefir fyrir ísöldina. Um nóttina
vorum við á Rauðkollsstöðum. Næsta morgun var
sama veðrið og liélzt hin sama svarta þoka allan
daginn svo við sáum aldrei nema rétt fram fyrir
hestana. Þenna dag fórum við frá Rauðkollsstöðum
yfir Kerlingarskarð í Stykkisliólm, en ekki var hægt
að rannsaka neitt fvrir þoku og rigningu. Vegur-
inn liggur í löngum krókum niður láglendið um holta-
hryggi milli fióa og svo upp að lilíð hjá Hjarðarfelli,
þar er farið upp á skarðið. A Kerlingarskarði feng-
um við hellirigningu auk þokunnar, svo við urðum
alvotir. Sunnan til í fjallinu er basalt, en þegar
norður eptir dregur, fer að koma móberg og nær