Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 62
GO
yfir. Kirkjufell er örmjótt eins og saumhögg' að of-
an og þegar sér í enda þess af sjó sýnist það eins
og keila, því kalla danskir sjómenn það »Sukker-
toppen«. Síðan fórum við yfir vog, sem skerst inn
á milli Kirkjufelis og Staðar, um fjörur. Stöðin er
líka mjög einkennilega lagað fjall eins og kista og
kalla Danir hana því »Ligkisten«. Út með fjallinu
er mýrlendi og kotbæir á víð og dreif, túnin sýnast
vera í lítilli rækt og húsakynni léleg. Verður mað-
ur þess fijótt var þegar maður fer um Snæfellsnes
að búskapurinn er á hörmulega lágu stigi. Upp í
fjöllin fyrir ofan gengur dalbotn kaldranalegur sem
heitir Lárdalur, hann er skeifulagaður og girtur há-
um hömrum, en í miðjunni eru urðarhrúgur stórar,
líklega leifar af gömlum jökli. Nesið á milli Staðar
og meginlands er mjög lágt ogmýrlendi ofan á; blá-
grýti er í Stöðinni eins og öllum hliðum hér útundir
Búlandshöfða. Þegar riðið er fyrir Búlandshöfða
ríður maður fyrst upp á hálsrana, sem skagar í sjó
fram og svo upp í fjalli i bröttmn skriðum; fyrst
framan af sér ekki í sjó af því hálsinn skagar fram
fyrir götuna, en maður heyrír brinjhijóðið fyrir neð-
an, en þegar vestar dregur eru skriðurnar jafnt hall-
andi niður í sjó; g'atan er tæp og' örmjó og liggur
þar sem tæpast er 354 fet yfir sjó í bröttum skrið-
um. Ekki er ráðlegt að mætast með lestir undir
höfðanum, en vegurinn er samt ekkert sérlega ægi-
legur eða hættulegur; á Vestfjörðum eru margir veg-
ir gélgvænlegri. Búlandshöfði er órðinn illa ræmd-
ur af því hann er á alfaravegi og engan veginn
skemmtilegur fyrir þá scm hættir við að sundla, á
vetrum er höfðinn stundum ófær og þá alltaf
hættulegur yfirferðar. Allur efri hluti Búlandshöfða
er úr móbergi og eru þar víða innanum sandlög og