Andvari - 01.01.1891, Side 71
69
og' hinir þörfnuðust, þeir gáfu þeim föt, sokka, potta,
mó til eldsneytis og jafnvel sjókort, því öllu höfðu
Frakkar stolið; Snæfellingar gerðu skipið út af
manngæzku sinni svo Hollendingar gátu siglt heim-
leiðis á duggunni1.
Hinn 18. ágúst fórum við frá Olafsvík yfir
Kambsskárð og suður að Hellnum. Urðum við fyrst
að fara sömu leið til baka. Skammt fyrir innan
Olafsvík rennur niður töluverð á, sem heitir Fossá,
hún getur opt verið ill yfirferðar þvi hún rennur
þröngt og er slæm í botninn. Siðan fórum við fram
hjá Bugsmúla og að Fróðá, það er stór jörð og
kirkjustaður en nafnfrægust fyrir Fróðárundrin. Þar
er dálítil timburkirkja/ sem er farin að skekkjast og
menn vilja byggja upp, sumir vilja flytja kirkjuna
út í Olafsvík, aðrir ekki; 1799 var Fróðárkirkja ekki
betri en það eptir því sem Plum segir, að á vetrum
þurfti á undan hverri messu að moka snjó út úr
kórnum. Rétt fyrir ofan Fróðá hjá gilfarvegi og í
holtum er dálítið af liparíti. Síðan riðum við upp
Fróðárdal, veðrið var gott en mikiil þokudumbungur
á fjöllum; beggja megin dalsins er móberg í f'jöll-
unum, en þó basaltlög og dólerít innan um. Efst í
FróðárdáÍhum er í gili einu, sem fellur í Fróðá, hár
og- mjög fallegur foss, sem heitir Rjúkandi. Gilin
sem skerá sig niður og faiía í ána þar sem maður
ríður upp á fjallið, hafa etið sig niður í móberg en
basaltlög eru á milli og í þeim víða fagrar súlur t.
d. við Rjúkanda og við annan foss í Fróðárgljúfrinu
nokkru ofar, þær eru þar reglulegar háar og mjóar
og dálítið bognar. Molar af lausu líparíti eru víða
á eyrunum við Fróðá, enda eru blettir af þeirri
1) J. S. Plum: Reiseiagttagelsei' bls. 134—37.