Andvari - 01.01.1891, Side 76
74
gígur fyrir ofan Miðvallnahlið, liann heitir Kvia-
hnúkur. Héðan sést fjallgarðurinn allur inn eptir
óslitinn með smátindum liið efra, hæst ber á fjöll-
unum við Helgrindur.
Iiinn 19. ágúst fórum við frá Hellnum kringum
jökul og að Ingjaldshóli. Fyrir utan Hellna riðum
við fyrst yíir liolt og mela og að Laugabrekku, þar
var áður prestsetur en er nú í eyði; túnið hefir ver-
ið stórt og fallegt, bærinn er fallinn fyrir löngu,
túnið orðið að móum og hefir sumpart verið brúkað
til torfristu. Árið 1707 voru eptir því er segir í
jarðabók Árna Magnússonar á Laugabrekku 4 kýr,
25 ær, 6 sauði garnlir, 12 veturgamlir, 20 lömb og
2 hross; »hvað annað er af kvikum peningi liíir á
högum og fjöru svo vetur sem sumar«. í holti fyr-
ir ofan Laugabrekku skoðaði eg kringlótta tjörn,
sem er kölluð laug eða Bárðarlaug, tjörn þessi er
djúp eins og gamall gígur, á að gizka 20 faðmar á
breidd, brík eða garður sýnist hafa verið hlaðinn
allt í kringum vatnið og stendur enn mikið af hleðsl-
unum. Síðan riðum við um á Miðvöllum og Dög-
urðará, eru báðar þessar jarðir í eyði og þó hafa
þær verið sérlega vei umgengnar, þar hlaðnir garðar,
sléttuð túnin og gerðar margar umbætur; þetta gerði
stakur dugnaðarmaður Pétur í Malarrifi, en þegar
hans missti við .tóku slóðar við og svo hefur allt
fallið í kaldakol. Af því svo stutt er síðan að
þessar jarðir lögðust í eyði voru túnin allvel sprottin
en öll úttroðin af hrossum og öðrum gripum sem á
þau hafði verið hleypt í gróandanum. í jarðabók
Árna Magnússonar eru allar þessar jarðir taldar
vænstu jarðir; Miðvellirog Dögurðará voru þá (1707)
metnar hver á 16 hundruð. Meðal hlunninda á þess-
um jörðum er í jarðabókinni talin sölvafjara og