Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 77
75
berjatekja, söl eru nú ekki lengur notuð hér það eg
Veit, en í hraunum er ógrynni af berjum, sem vel
g'ætu verið góður búbætir ef rjett væri á lialdið.
Ijallagrösu m sinna menn ekki þó þau séu til, á
Hellnum nota menn þó töluvert mururætur á vorin
til matar. Fyrir vestan Miðveili rennur Dögurðará
til sjávar. Fyrir utan Dögurðará byrja hraunin,
þekja þau alla hlið jökulsins og allt undirlendið í
sjó fram allt norður undir Ingjaldshól; liraunin eru
g'rá af gamburmosa, íiest eru þau flatvaxin tilsýnd-
ar en ofan á liggja, einkum sunnan til, háar kvíslir
af nýrra apalhrauni. Með sjónum eru allstaðar
þverhnýpt kolsvört hraunbjörg, í þeim er mikið af
ritu og nokkuð af svartfugli. Yfir hin eyðilegu
hraun mæna Lóndrangar eins og stórkostleg bygg-
iug með risavöxnum turnum, það er satt sem stend-
ur í hinni alkunnu visu:
Um Lóndranga yrkja má
eru þeir Snœfells prýði
yzt á tanga út við sjá,
aldan stranga lemur þá.
Nokkru fyrir sunnan Lóndranga er hátt berg,
sem heitir Þúfubjarg (Svalþúfa), berg þetta er gras-
gróið að ofan, landmegin, það er úr móbergi, sem
hér gægist útundan hrauninu; þó er basalthraun með
stuðlabergi undir móberginu neðst við sjóinn. Hraun-
in hér upp af eru mishæðalaus og engir gígir nema
Purkhólar. Eptir að eg hafði skoðað Þúfubjarg skoð-
aði eg Lóndranga, þeir eru hrikalega tröllslegir, feg-
urstir eru þeir í fjarska, en breyta mikið mynd
sinni þegar maður kemur að þeim. Drangarnir
standa fremst í hrauni og fellur sjór upp að þeim
um flóð og eru hraunflúðir með smánesjum út og
fram af þeim. Drangarnir eru 3—400 fet á hæð,