Andvari - 01.01.1891, Side 82
80
byggðum þrepum, en fyrir ofan er raðað hellum, sem
mynda loptið, er niður er gengið, og ef niðurgangan
mjög rúmgóð, svo er vatn i botninum. Sagt er, að
niðri í því séu stokkar og komi sín uppsprettan
úr hvcrjum. A að vcra tært bergvatn í einni, önn-
ur á að vera með ölbragði, en hin þriðja með sæv-
arkeim. Eg kom ekki út á (indverðarnes, og hefi
þetta því eptir annara sögusögn og get ekki um
brunninn dæmt; eg heyrði ekki um hann fyrr en
eptir að eg haföi farið þar um, annars hefði eg farið
frain á Óndverðarnes að skoða hann; að öðru leyti
er þar ekkert að sjá nema liraun. Þegar við vorum
komnir fram hjá móbergsrananum, sem Hreggnasi
var á, varð fyrir okkur Prestahraun; það er úfið
apalhraun, sem heflr runnið niður um dalkvos fyrir
norðan Nasa; norðan við þetta hraun eru Skál og
Búrfell. Þegar Prestahrauni sleppir, taka við mel-
öldur og liolt út undir Ingjaldshól. Þar vorum við
um nóttina.
Frá Ingjaldshóli fórum við næsta dag aptur til
baka að Hellnum; var um morguninn súld og þoka,
en hellirigning seinni hluta dags. Við fórum efri
veg, nokkuð styttri til baka; fer maður þá alllangt
fyrir ofan verstöðvarnar, í rótum jökulsins, og cr yflr
eintóm hraun að fara. ísnúin hraun koma fram und-
an röndum nýrri hraunanna, bæði hjá Búrfelli að
norðan og kring um Laugabrekku að sunnan. Eg
hafði hugsað mér aö ganga upp á jökulinn einhvern
af hinum næstu dögum, en rigningar og þokurhéld-
ust í langan tíma á eptir, svo slík ganga licfði eigi
orðið til neins gagns, enda hefir opt verið gengið
upp á jökulinn og hann skoðaður.