Andvari - 01.01.1891, Side 83
81
Þeir félagar, Eggert Olafsson og' Bjarni Prílsson1
gengu fyrstir uppá Snœfellsjökul, 1. júli 1753; í þá
daga liéldu menn að Snæfellsjökull yæri hæstur allra
fjalla á Islandi, kom þetta mest af því, að mönnum
sýndist hann svo hrikalega hár af sjó og menn höfðu
þessutan ónákvæm verkfæri til þess að mæla fjalla*
hæðir. Jöklarar vildu mjög telja þá Eggert af ferð-
inni, sögðu að ómögulegt væri að komast yfir jök-
ulsprungurnar og menn gætu hæglega orðið blindir
af snjóbirtunni, sögðu þeir þeim sögu um tvo Eng-
lendinga, sem fyrir löngu hefðu ætlað upp á jökul-
inn, þeir liefðu nærri komizt upp, en annar varð
blindúr, villtist og hvarf, hinn hafði haft með sér
kindablóð á fiösku og lét hann það drjúpa á snjó-
inn þar sem hann gekk svo hann gat ratað niður
aptur, þó hann væri hálfblindur. Sumir spáðu því,
að álfar og landvættir mundu hmdra ferð þeirra.
Þeir Eggert og Bjarni gengu upp á Jökulinn frá
Ingjaldshóli; þeir liöfðu með sér áttavita, hitamæU,
loptþyngdarmæli, þeir gengu á íslenzkum skóm og
höfðu blæju fvrir augum vegna snjóbirtunnar, þeir
höfðu og með sér sterka strengi, ef einhver skyldi
detta niður í jökulsprungu og njarðarvött með edilci
til þess að lykta af, ef loptið skyldi verða of þunnt,
Þeir fóru upp hjá Skál, og segir Eggert, að hún sé
gamall eldgigur, þar voru hraun og gjall á leiðinni
allstaðar, þeir gengu upp í hlíðina á Geldingafelli,
sem stóð upp úr jökulröndinni og svo upp á jökul-
inn, þar skildu þeir við hestana og sendu þá aptur
niður að Geldingafelli. Veðrið var gott og kyrrt,
þokulaust en kalt, smátt og smátt fór að fjölga jök-
ulsprungunum en samt komust þeir slysalaust upp
1) Reise g;jennem Island. I. lils. 276—288.