Andvari - 01.01.1891, Side 88
86
en kaldara eptir þ\’i sem ofar drö, en' þokuslæður
fóru að safnast að jöklinum, á þessari leið varð að
eins ein jökulsprunga fyrir þeim, vetrarsnjórinn
huldi liinar allar; kl. 3 komust þeir upp að þúfun-
um, en þá sáu þeir fyrir fótum sér hroðalegt jökul-
gljúfur með fjarskalega háum jökulhömrum, á botni
þessa jökuldals voru ótal sprungur og í miðjunni
var stór kringlótt hola með grænum börmum, þessi
stórkostlegu jökulgljúfur byrjuðu milli vestustu og
miðþúfunnar og gengur niður eptir norðurliiíð fjalls-
ins; þeir gengu nú fram með jökulhömrunum og
klifruðu upp í noi'ðurhlíð austustu þúfunnar, en þá
varð fyrir þeim þverhnýptur veggur af íssúlum, sem
gekk allt í kringum þúfuna svo þeir komust livergi
upp. Nú var þoka komin kringum jökulinn, en þó
var allgóð útsjón til fjarlægari héraða. Þegar þeir
höfðu staðið við dálita stund, héldu þeir heimleiðis
aptur og gekk ferðin svo greiðlega, að þeir komust
á 3 stundum niður að Stapa. Síðan hafa ýmsir
gengið upp á jökulinn eða að minnsta kosti reynt
til þess, þangað fór íslenzkur maður 1821, hver það
var veit eg ekki, Kálund getur mn það;1 1835 gengu
Frakkar upp á jökulinn og hefir Eugéne Robert lýst
ferðinni.2 3 Tveir Englendingar hafa gert tilraun til
þess að komast upp á Snæfellsjökul, en það tóks
ekki, það voru C. S. Forbes og Lord Garvagh;s ýms-
ir fieiri hafa gengið á jökulinn fyrr og siðar, án þess
1) Bidrag til en liist.-topogv. Beskrivelse af Island.
Kbh. 1877, I. bls. 421.
2) Voyage en Islande et au Groenland. Mineralogie et
géologie par M. Eugéne Itobert. Paris 1840. bls. 94—101.
3) C. S. Forbcs: Iceland, its Volcanoes, Geysers and
Glaciers. London 1860. bls. 196—202. Lord Garvagh: Tlie
pilgrim of Scandinavia. London 1875, bls. 109—116.