Andvari - 01.01.1891, Síða 95
93
þess að gjöra fiskimannalýðinn fátækan og dáðlausan;
þeg'ar fram úr hófi keyrði fór stjórnin reyndar að
íeyna að stennna stigu fyrir ýmsum afleiðingum af
þessu ástandi, en þá var það um seinan, einokunar-
verzlunin var búin að gera það mein, sem ekki var
hægt að bæta á fáum árum. Verzlunin á Islandi
var í þá daga mestmegnin fiskverzlun, kaupmenn
sóttust mest eptir fiskinum, af því þeir græddu mest
á honum, settust flestir að þar sem var fiskvon,
fiskuðu sjálfir og drógu að sér alls konar fólk sér til
hjálpar, í fiskiþorpumun var fiskurinn strax lagður
inn, kaupstaðurinn var við hendina; ef vel veiddist
gat kotbóndinn eða búðarmaðurinn þegar í stað út-
vegað sér þá nautn, sem honum gatzt bezt að, og
svo lánað upp á ófenginn afla þegar það var upp-
etið, sem aflazt hafði, þannig komust þeir í skuldir
og urðu ánauðugir þrælar kaupmanna, urðu að í'óa
á þeirra skipum og gera kauplaust eða kauplítið
hvert verk sem lánardrottinn skipaði, jarðeigendur
tóku upp siði kaupmanna og lögðu alls konar kvaðir
á landsetana og búðarmennina, umboðsmenn á kon-
ungsjörðunum gjörðu slíkt hið sama, svo brátt var
alþýðan í fiskiverum hneppt í fjötra, sem hún gat,
ekki úr komizt, og sökk æ dýpra og dýpra í fátækt
og volæði. (Það er sárgrætilegt að líta í hinar eldri/é>A*i AA -
jarðabækur, t. d. jarðabók Arna Magnússonar; á
Snæfellsnesi er t. d. hver landseti og' hver búðar- /lAyíu^r
maður bundinn óþolandi kvöðum, það var ómögulegt uj
fyrir slílca menn að verða sjálfstæða þó þeir fegin
vildu. Eg tek dæmi holt og bolt. Bárðarbúð á Helln-
um; þar hvílir sú kvöð á ábúanda: »eitt skip lands-
drottins að annast, formaður fyrir vera, háseta sjálfur
útvega og um skipsábata allan hirða, inn á Stapeyri
flytja og í landsdrottins reikning innsetja« o. s. frv.