Andvari - 01.01.1891, Side 98
96
ingu. 1595 var dæmt um umferð og vergang á Ökr-
um í Skagafirði og 1569 voru á alþingi ge'rðar merki-
legar ákvarðanir um vergang; »skyldi enginn mega
dæmast á fé eða frændur, er sjálfur var fær um að
flytja sig, eða foreldrar hans, á lirossi eða annan veg,
um allar sveitir, en ef vant er færleiks, skulu nán-
ustu náungar til framfærslunnar skyldir að ljá hon-
um þangað í sveitir, sem hann veit sér helzt, bjarg-
arvon«. »Fyrir þessa skuld þvrptust snauðir menn
og vanfærir svo lengi til liinna betri sveitanna, að
þær urðu ofþyngdar, féllu þeir sjálfir unnvörpum, er
harðnaði, en frændur þeirra auðugir liðu af þeim
engan þunga«, segir Jón Espólín. Varla var hægt
að fá t'rá því opinbera meiri hvöt til vergangs en
þetta1. 21. apríl 1619 geíur Kristian IV. út lagaboð
um húsgangsmenn og skipar að halda þeim til vinnu2.
Samt var dæmt af lögmanni 1635, að engum meinist
hjónaband fyrir fátæktar sakir, og bóndi einn dæmd-
ur í sektir fyrir að hafa ekki látið fylgja förukonu
milli bæja, en hún fórst á leiðinni3. 1684 var enn
talað um á alþingi, hvernig húsgangi heilbrigðra
manna mætti helzt af koma. »Fyrir því tilsagði
Heidemann með lögmannaráði, í lögréttu, hreppstjór-
um og bændum í hverri sýslu að grípaalla umhleyp-
inga og letingja og færa sýslumanni til alvarlegrar
hirtingar og halda þeim til að vinna fyrir sér«4.
Næsta ár voru útgefnir in'nir svokölluðu »Bessastaða-
póstar«, og er þar nákvæjnlegafyrirskipað um, hvernig
fara skuli með þessa lausgangara5. 1695 kom kon-
1) Espólíns árbækur V, 55, 63, 80—81, 84.
2) Lovsamling for Island I, bls. 183.
3) Espólíns árb. VI, bls. 73—74.
4) Espólíns árb. VII, bls. 110.
5) Lovsamling for Island I, bls. 428—437.