Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 99
97
ungsbréf um að lausgangarar séu látnir róa á kon-
ungsskipum, en .30 fari til hersins; voru þeir sendir
árið eptir1. Svona gekk það; menn áttu í sífelldu
stappi og vandræðum út úr förufólkinu í sjóplássun-
um. Eg hefi hér á undan að eins tekið fá dæmi af
mörgum til þess að sýna, hve stórkostlegt þetta fiakk
hefir verið á fyrri tímum. Það er ekki von að all-
ar afieiðingar slíks almenns volæðis og spillingar séu
enn horfnar með öllu alstaðar.
Verstöðvarnar sunnan undir Jöklinum eru nú lík-
lega einna lakastar, af því þar líka fiskast svo sem
ekki neitt. Ur því fiskiveiðarnar brugðust, hefði
mátt búast við að íbúarnir reyndu til að rækta tún
og koma upp skepnum til þess þó að hafa eitthvað
til viðurlífis, en það er öðru nær en að framför sé i
þessu. Túnin í sumum »plássunum« spretta enn vel,
ekki af því að svo vel sé um þau hirt, heldur af
hinu, að fyrrum var þurkaður á þeim flskur, sem
jörðin svo fekk frjóvsemi sína úr. Þó menn viti að
ekkert er að hafa úr sjónum, þá gæta menn ekki
landbúnaðarins að heldur, sá »móður« var orðinn rót-
gróinn, að vera allt af að gutla á sjónum á smákæn-
um livort sem nokkuð fekkst eða ekki, til þess jafn-
óðum að geta lagt það, sem reittist úr sjónum, inn í
kaupstaðinn; alla sína von og allt sitt traust hafa
þeir sett upp á kaupmanninn. Gamlir og greindir
menn undir Jökli hafa sagt mér, að það hittist varla
nokkur maður, sem að langfeðgatali er ættaður úr
þessum sjóplássum og þar upp alinn, sem nokkur
dugur er i; þeir sem eitthvað braska og framkvæma
eru allir aðfluttir, kynslóðin er orðin ónýt og vantar
1) Espólins árb. VIII, bls. 47, 51. Magnús Ketilsson: For-
ordninger III, bls. 258. 259.
7