Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 102
100
fyrir ofan brúnina. Basalt er hér í öllum fjöllum
og liggja lögin vanalega lárétt, nema hvað þau eru
breytt og' hallandi á dálitlum kafla í hyrnunum
beggjamegin við Lýsugil. Staðarsveitin er ein með
fallegustu sveitum á landi hér, reifuð í grasi og
liggur á móti suðri, samt eru íjölda margir bæir i
eyði og búskapurinn allur sérlega aumur, vinnu-
kraptar eru engir að lieita má, þar eru 50 bændur, en
alls 5 vinnumenn í sveitinni, flest eru einyrkjar eða
hafa börn sín sér til hjálpar, skepnurnar eru sárfá-
ar, enda er það eðlilegt, þegar enginn er til að vinna
fyrir þeim, þó slægjurnar séu óþrjótandi. Ilverjar
orsakir eru til hinnar miklu apturfarar í þessari
gullfallegu sveit get eg ekki sagt, það væri óskandi
að einhver nákunnugur gæfi skýrslu um ástand og
efnahag héraðsins og segði þær orsakir til apturfar-
arinnar, sem liægt væri að flnna, það væri bæði
gagnlegt og fróðlegt. Óskandi væri að menn úr
öðrum héruðum, helzt: þeir, sem hafa dálítið bein í
hendi, vildu nema hér land, það er enginn efi á, að
sveitin á sér mikla framtíð fyrir höndum, ef þar
kemur annað fólk eða ný kynslóð elst upp, sem
meira táp er í, það er líkast því, sem hér sé sama
deyfðin og í sjóplássunum undir Jökli, hvað sem
veldur því, líklega eru orsakirnar svipaðar, liér liefir
á seinni árum vantað öfluga leiðtoga lýðsins, en nú
er kominn ungur og kjarkmikill prestur að Staðar-
stað og er því vonandi að hagur sveitarinnar raeð
batnandi árferði fari að lagast.
Frá Staðarstað fór eg 23. ághst til Stykkishólms.
Riðum við fyrst upp að Elliða, þar er í fjallinu á-
kaflega mikill hamar úr móbergi, sem sýnist slúta
fram eða er að minnsta kosti nærri lóðréttur, í Ell-
iðahamri er eintömt móberg, en undir í fjöllunum er