Andvari - 01.01.1891, Side 105
103
og' hæstar, þar er Akurborg hæst (143 fet), en norðan
á eynni er Vitanesborg (121 fet) og nálægt bænum
Álfhóll (105 fet). Aðalefni eyjarinnar er blágrýti og
á austurhliðinni er stuðlaberg í Brandstanga og þar
í kring. Vesturhluti eyjarinnar er aptur á móti
byggður úr mjög stórgerðu hvítleitu grjóti (anortliit-
féls), sem hvergi annarsstaðar er í eyjunum, kemur
þetta grjót einna bezt fram í Lönguvör. Norðan við
Kapteinsvík austan á eynni gengur líparitgangur yfir
eyna þvera (N 15° V) yfir í Stekkjarvog, gangur
þessi tekur sig líka upp i Purkcy hinumegin við
siuidið. Kapteinsvík heitir svo, af því Magnús Ara-
son drukknaði þár árið 1728, hann var »kapteinn« í
danskri herþjónustu og var sendur hingað til lands-
ins til þess að mæla það. Um þenna atburð farast
Gísla Konráðssyni þannig orð í Skarðstrendlngasögu
(kap. 302): »Hinn 19. janúar drukknaði við Hrapps-
ey Magnús kapteinn að virkjamælingu Arason sýslu-
manns i Haga rúmt fertugur, var grafinn að Skarði
en ei Ðagverðarnesi. Bar það til með þeim hætti,
að honum gaf ei vestur yfir fjörðinn úr Hrappsey,
en fylgdarmaður hans var unglingur einn, en Magn-
ús vildi komast sem fyrst vestur á leið, var það
þenna dag, að Benedict bóndi hugðist að fiytja
Magnús með ij húskörlum sínum og svo farangri
hans upp í Dagverðarnes í góðu veðri, en lcomust ei
lengra en í Arney sökum isa og sjóarfjalls, sneru
því aptur og lentu mjög seiut um kvöldið norðan
til á Hrappsey við Snjósker, fóru þar á land og festu
skipið við skörina, því aðdjúpt var. Benidict var
drukkinn mjög og þá 70 ára að aldri og fylgdu hús-
karlar hans honum báðir heim, en Magnús var eptir
með sveininum, og kista hans og nokkur farangur
í skipinu, en sjór var kominn í það og meina menn