Andvari - 01.01.1891, Page 110
108
ið milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar. Frá Þor-
bergsstöðum fórum við vanalega leið yfir lágan háls
og svo upp Laxárdal að Hjarðarholti; dalurinn er
breiður og grunnur og fiáir út á báða bóga, þar er
gras og gróður upp á brúnir, fjöllin eru hærri að
sunnanvcrðu við dalinn og þó lág; í dalbotninum
eru þykk lög af möl og leir og eru hjallar af leir
fram með ánni. Surtarbrandur kvað vera dálítill
hjá Goddastöðum og eins efst í Ijotni Laxárdalsins.
Þegar kemur yfir hinn lága liáls norðan við Laxár-
dalinn tekur við lágt heiðaland, sem frá firðinum
smáhallar norður og austur og verður þó aldrei hátt,
eru þar lágar lieiðar allt austur að Hrútafirði Bas-
alt er hér undir og kemur það víða fram í klöppum,
en þó er víðast lausagrjót ofan á og á því lyngi
vaxnir móar og beitilönd. Fyrir innan botninn á
Hvammsfirði verða fjöllin aptur miklu hærri og kljúf-
ast af ýmsum dölum, er Svínadalur þeirra merkast-
ur og dýpstur, því hann sker Klofnings-hálendið frá
aðalhálendinu. Fyrir Hvammsfjarðarbotni er all-
breitt undirlendi upp að bæjaröðinni, sem er undir
hlfðunum og við dalaopin, í fjarðarbotninn falla tvær
ái', Glerá og Laxá, er myndast þar, sem Sælings-
dalsá og Svínadalsá renna saman. Við riðum fjör-
una fyrir fjarðarbotninum, þarvoru á firðinum mörg
hundruð álptir syndandi í hópum; álptirnar eru hér
mestallt sumarið og eru ekki skotnar, afþví margir
búendur hafa töluverðar tekjur af fjöðrunum; 1874
fékk t. d. einn bóndi 140 krónur fyrir fjaðrir, annar
100 kr. o. s. frv. Þá voru 10 krónur gefnar fvrir
hundraðið. Næstu nótt vorum við i Hvammi. í
fjallinu fyrir ofan bæinn eru miklar líparítmyndan-
ir; líþarítklappirnar eru stórar og kljúfast vel og'
hafa rauðgulir líparítsteinar hér verið notaðir í bæj-