Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 111
109
arveggi og stéttir og auk þess er kirkjugarðurinn
allur hlaðinn úr líparíti. Hvammur stendur ofarlega
i stuttum dal og rennur Hvammsá eptir honum; dal-
urinn skiptist brátt og heitir áframhald hans Skeggja-
dalur, sá dalur liækkar fijótt með bröttum hjöllum
og eru þar efra miklar fjallaslægjur, hinn dalurinn,
sem gengur til norðurs, heitir Þverdalur. Upp af
Skeggjadal er Skeggöxl hæsta bungan á fjallendinu
hér efra rúm 2800 fet, og þar fyrir norðan er Hafra-
tindur 2940 fet á hæð. Útsjón er einkennileg og
fögur frá Hvannni í góðu veðri, fjörðurinn er eins
og stöðuvatn, því fjöllin lykjast saman fyrir framan,
í suðri sjást Dalafjöllin með ótal tindum og múlum
og gnæfir Baula upp yfir hin lægri fjöll við sjón-
deildarhringinn. Frá Hvannni för eg út á Fells-
strönd, fór eg fyrst með sjó út að Höfn og svo hinn
efri veg sem liggur upp á breiðum hjalla sem geng-
ur útundan aðalfjallinu; hjalli þessi er rúm 000 f'et
á hæð og er hann úr blágrýti, eins og fjöllin öll á
Klofnings-nesinu, vegurinn liggur yfir eintómar klapp-
ir, liolt og mýrasund, á hjallanum er bæjaröð, en
önnur er hið neðra við sjóinn. Hér er góð útsjön
til fjallanna sunnan við fjörðinn og sést hér saman-
hangandi fjallaröðin út á Snæfellsnes. Kipp fyrir
mnan Staðarfell gengur dalkvos niður gegnum berg-
hjallann niður að sjó, en hann tekur sig þó upp apt-
ur og lielzt út fyrir Ytra-fell Þegar nær dregur
Staðarfelli fer að koma skógarkjarr og svo upp af
sjónum fagrar skógarbrekkur (Manarskógur). Srað-
arfell stendur hátt undir snarbrattri hamrahlíð, liggja
blágrýtis-lögin lárétt livert ofan á öðru og sumstað-
ar utan til er skógur í smásprotum fast uppi við
hamra, en auðár skriður fyrir neðan. Kringum
bæinn á Staðarfelli er fremur hrjóstugt land og