Andvari - 01.01.1891, Page 114
112
brúnum innan yið dalinn því fjöllin eru, há, þar má
fara yíir niður að Hvannni á ;5 stundiun og er veg-
urinn ekki slæmur. Fyrir innan Fagradal tekur við
löng hamrahlíð, sem heitir Tjaldaneshlíð og liggur
vegurinn neðan í henni inn í Saurbæ. Fyrir framan
Saurbæinn ganga háir melhjallar og leirkambar í
boga fyrir dalmynnið, það er gamall sæbarinn mal-
arkambur og lægra fyrir ofan, liefir þar líklega
einhverntíma verið lón og síðan stöðuvatn, en nú
eru þar fagrar og grösugar engjar. Sölvatekja er
töluverð í Saurbæ og er enn þá notuð, til forna sóktu
menn þangað söl langt að, einkum að norðan og
hafa Sölvamannagötur líklega tekið nafn af sölva-
lestunum. Fyrir ofau malarkambinn er allmikið
sléttlendi sem fvr er sagt, og ganga dalir út að því
og múlar á milli; sveitin er blómleg og fögur og
bæirnir margir (um ;-50), enda eru liér ágætar slægjur,
búskapur sýnist vera hér á góðiun íramfaravegi og
mun skólinn í Olafsdal eiga mikinn þátt í framför-
unum. Það var bezta veður og sólskin er við riðum
um Saurbæinn, fólk var allstaðar á engjum og var
mjög búsældarlegt að líta yfir hina fögru byggð.
Rétt: við Tjaldanes rennur út ós gegnttm malarkamb-
inn, liann myndast af ánum, sem úr dölunum falla;
við riðum upp engjar og mýrar upp að Márskeldu
og svo á þjóðveginn, yfir hinar fögru Hvolsengjar
og upp að Hvitadal, þar eru stórir nátthagar og mikið
tún, hafa þar verið gjörðar miklar jarðabætur og er
jörðin liöfðinglega setin. í Hvítadal vorum við um
nóttina. Beint hér upp af gengur Brekkudalur til
austurs og er skannnt úr honum yfir í Bitru, Svína-
dalur gengur beint til suðurs og klýfur í sundur
fjalllendið, um Svínadal liggur þjóðvegurinn suður að
Hvammsfirði, dalurinn er eins og djúpt hlið gegnum