Andvari - 01.01.1891, Side 122
120
En eina og injög áríðandi siðfræðislega hugleið-
ing hlýt eg að komá fram með, af því að hún mætir
mér daglega sjálfkrafa, þegar eg er að verki minn-
ar köllunar; enda er það og líka ein hlið málsins,
sem þeim, er eigi fæst við læknisdóma, hættir stund-
um við að ganga fram hjá eða gleyma. Eg meina
afleiðingarnar fyrir afkvœmin. Eg á þó eigi við hin
hörmulegu vandræði í efnalegu tilljti, sem drykkju-
maðurinn bakar hyski sínu, né iieldur á eg við það,
hvernig uppeldi og menning, þrif og þroski æsku-
lýðsins fer forgöröum á heimili slíks manns; og eg
á eigi við hin hryggilegu áhrif á siðgæðis-líf barns-
ins, sem horfir á, hvernig faðir þess eða jafnvel móð-
irin sjálf fellur fyrir svo ljótum lesti. Eg á við þau
áhrif, scm taugaveiklun foreldra, sem drekka, heflr
á þeirra ófæddu afkvæmi. Eg hugsa til þeirrar
veiklunar-stefnu til tauga-sjúkdóma, tápleysis og ann-
ars volæðis, sem fylgir slíkum börnum frá móður-
lífi, svo þau sýnast þegar á fyrstu stöðvum tilveru
þeirra ákvörðuð eða fyrirdæmd til eymdar og auðnu-
leysis. Enginn nákvæmur læknir kemst hjá að sjá
þetta böl, og hver einasti þeirra getur í huganum
horft á kynslóð eptir kynslóð, sem ofdrykkju-löstinn
þafa að erfðum fengið. Látum oss aldrei gleyma
því, að drykkjuskapurinn leiðir verkanir sínar lengra
en til æfiloka hins fyrsta ofdrykkjumanns; þan' elta
og ofsækja komandi kynslóðir, löngu eptir hans
daga.
Arfgengnin er merkilegur, áskapaður hlutur, ó-
skiljanlegur, dularfullur, en óumflýjanlegur og við-
urkenndur af þeim elztu spekingum, sem vér þekkj-
um til. I bókum Móisesar finnast þegar bendingar
í þessa stefnu, og eflaust, getur iiver maður fundið
dæmi af sinni eiginni reynslu, sem sýna honum þetta