Andvari - 01.01.1891, Síða 125
123
fer að brydda á nýju trufli skyns og skilningarvita.
Allt hverfur í þoku; menn sjá sumt tvöfalt, sumt
alls ekki; suða kemur fyrir eyrun og tilkenning af
sársauka hættir; vér höfum víst allir undrazt, þegar
vér höfum séð drukkna menn lemja hnefum í borð
og bekki, án þess að hnúar þeirra kenndu til, eða
hversu þeir hafa þolað kulda og vos og marga aðra
hrakninga án þess þeir hirtu um slíkt. Þetta kem-
ur af því, að heilinn flnnur eigi áhrifin gegnum
skilningarvitin.
Á þessu stigi má enn fremur taka fram, að mál-
færið verður óskýrt og drafandi, tungan fer að missa
mátt sinn og lipurð; öll önnur limahreifing fer á
sömu leið, og einkum verður fótaburðurinn reikandi.
Þetta köllum vér ölsins annað stig, því hið fyrsta
var, þegar maður er kenndur; nú er hann drukk-
inn. Drekki maður enn, byrjar þriðja stigið. Þá
leggst hinn drukkni fyrir — hann getur nú livorki
staðið né setið — og liggur nú eins og vitundar- og
hræringarlaus hlutur; hann veit eig'i framar, hvað
gjörist í kring um sig, heldur lirýtur hann dauða-
drukkinn í svima-svefni og verður ekki vakinn, þó
til sé reynt á allar lundir. Andlitið er blóðrautt eða
nábleikt, og skoði maður augun eru þau eins og
dauð, stirð og snuin, augasteinarnir þrútnir; sina-
drættir koma í handleggi eða fætur, og' merki til
þess, að endavöðvar blöðru og þarma séu máttvana
orðnir.
Öll þessi afmálun, sem ötal menn hafa optlega
getað veitt eptirtekt, og sem hefir svo furðu- mörg
og smá einkenni, er mjög skiljanleg þeim, sem orðn-
ir eru gagnkunnir líkamans eðli og byggingu. Því
öll einkennin konia frá vissum hlutum líkamans, og
ölæðisins ýmsu stig samsvara hinum ýmsu stöðvum