Andvari - 01.01.1905, Page 9
Markús F. Bjarnason.
3
mannastéttariimar á framsóknarbrautinni. Þykir oss
því vel hlýða, að minnast lauslega á hin helzlu æfi-
atriði þessa manns. Lífsbarátta hans er um leið fram-
vaxtar- og tilverubarátta atvinnugreinar þeirrar, er hann
lagði stund á.
Markús Fiunbogi Bjarnason var fæddur að Baulhús-
um við Arnarfjörð 23. nóv. 1849 og var af sjómönnum
kominn. Ali hans, Símon á Dynjanda í Arnarfirði,
var sjógarpur mikill og nafnltunnur sela- og livala-
skutlari. Marltús ólst upp í foreldrahúsum þar til
faðir hans druknaði á Arnaríirði, og var hann þá 18
vetra. Hafði hann frá barnæsku vanist sjómensku,
enda hneigðist hugur lians mest í þá áttina, og var
liann eigi eldri en 16 ára er hann fyrst fór út á þil-
skipi. Pótti slíkt í þá daga óvenju áræði og dugn-
aður af svo ungum manni, enda var þá svo lítið um
þilskip, að eigi voru aðrir á þau teknir en dugleguslu
sjómenn. Auk þess voru skip þessi smá og lítt út-
húin, og var þeim að jafnaði eigi lialdið úti nema
rétt um hlá sumartímann. Markús 1‘ann það brátt,
að þessari skipaútgerð var mjög svo ábótavant í
ýmsum greinum og að l)elur mætti að gera, ef að
verulegum noluni skyldi verða. Hann hafði því all-
an hug á því að afla sér meiri og betri þekkingar í
sjómenslcu en kostur var á þar vestra, og ylir höfuð
að tala að vinna að framförum og ellingu þessarar
atvinnugreinar af fremsta megni. Það mun aðallega
hafa verið þetta sem vakti fyrir honum, er hann réð
það af að flytja til Reykjavíkur með móður sinni.
Var hann þá um tvítugt. Er eigi ólíklegt að hann
hafi halt einhvern grun um, að þar væri hezt sk.il-
J'rði fyrir hendi til að koma sjálfum sér áfram og
hugmyndum sínum í framkvæmd, og sá grunur reynd-
ist á rökum bygður.