Andvari - 01.01.1905, Síða 11
Markús F. Bjarnason.
5
allar fyrirætlanir lians og framtíðarvonir mundu stránda
á þessu skeri, en að lokum rættist þó úr fyrir hon-
um og það á allóvæntan og einkennilegan hátt. Einn
af iærisveinum prestaskólans, Eiríkur Briem, sem
allflestir íslendingar munu kannast við, hafði l'engið
mikið orð á sig fyrir þekkingu í reikningslistinni,
og lék jafnvel það orð á að hann hefði upp á eig-
in spýtur numið svo mikið í stýrimannafræði, að
hann stæði fyllilega á sporði þeim mönnum, er
gengið hefðu á sjófræðisskóla erlendis. Markúsi hug-
kvæmdist því að snúa sér til hans og tók Eiríkur
að sér að kenna honum. Námið gekk bæði fljótt og
vel, því Markús var bæði áhugamikill og kappsamur
og vel geíinn, og var hann síðan að tillilutun lands-
höfðingja reyndur af 2 foringjum afherskipinu »Fylla«,
og stóðst vel próíið. Var það 30. júlí 1873. Þar með
hafði hann stigið fyrsta og erfiðasta sporið á lífs-
brautinni. Hann hafði nú fengið nægilega bóklega
þekkingu til að geta tekisl á hendur skipstjórnarstörf,
en enn skorti hann að því er lionum sjálfum fanst
nægilega þekkingu og kunnáttu í ýmsum verklegum
efnum, til þess að geta heitað staríinu fyllilega vax-
inn. Hann réðist því veturinn eftir í að sigla til
Danmerkur til að læra stórseglasaum og annað það,
er til skipsstarfa lieyrði og nauðsynlegt þótti að kunna
skyn á, og mun Geir og þeir félagar hafa styrld hann
til ferðarinnar. Þegar hann kom aftur úr utanferð-
inni, setti Geir hann fyrir annað skip silt, »Reykja-
vík«, er liann liafði þá nýlega keypt, og var Markús
síðan skipstjóri á útveg hans í 17 ár. Var þáheilsa
hans tekin að bila, enda kölluðu önnur áríðandi störf
að um þær mundir.
Próf það, er Markús liafði tekið, samsvaraði
minna stýrimannapróíinu við sjóiiiannaskólann hér
í Reykjavik, en þó nokkuð frekara, og veitti jöfn
þekking i Danmörku heimild til hafskipaformensku;