Andvari - 01.01.1905, Page 12
6
Markús F. Bjarnason.
en hér á landi skorti lög til að veita því það gildi.
Það mátti heita fyrirsjáanlegt þegar á næstu árum,
að þilskipaútvegurinn mundi eiga hér framtíð fyrir
höndum, ef alt færi með feldu, því áhugi tók að
vakna hjá mönnum hér í Reykjavík og grendinni að
afla sér þilskipa í félagi. En enn sem fyr var skort-
ur á hæfum mönnum til að takast skipstjórnarstörf
á hendur. Kensla í stýrimannafræði var enn eigi
sett á stofn hér í Reykjavík, en það mátti þó heita
eitt af aðalskilyrðunum fyrir vexti og viðgangi þil-
skipaútvegsins. Til að bæta úr þessum skorli og afla
sér nægrar þekkingar til þess að geta tekist á hendur
fullkomna kenslu í þessari fræðigrein, sigldi Markús
að nokkrum árum iiðnum á stýrimannaskóla í Kaup-
mannahöfn til að lúka þar fullnaðarprófi, og fékk
hann til þess nokkurn fjárstyrk af alþingi. Próf
þetta ieysti hann af hendi sumarið 1881, eftir 11
mánaða nám, og þólti laglega af sér vikið. Þegar
Markús kom aftur úr siglingunni tók hann að veita
nokkruin ungum mönnum tilsögn í stýrimannafræði
að vetrinum til, auk þess sem hann gegndi skip-
stjórastörfum á vertíðum. Þessari kenslu var auð-
vitað ábótavant í ýmsum greinum og gat Markús
eigi geíið sig við henni sem skyldi, því enginn styrk-
ur fékst til hennar af opinberu fé, en liitt var þó
inest um vert að ísinn var brotinn og athygli manna
vakin á þessu nauðsynjamáli. Fyrir alvarlega lieiðni
og áskorun þeirra Markúsar og Geirs Zoéga lét þing-
ið 1885 loks af hendi rakna 500 kr. ársstyrk til
kenslu í stýrimannafræði, og stóð svo í nolckur ár,
að Markús hélt fram staðfastri kenslu í þeirri grcin.
Urðu 18 lærisveinar fullnuma frá hans hendi á þeim
árum og urðu margir þeirra síðan dugandi skip-
stjórar.
Því verður eigi neitað, að kensla þessi bætti
stórum úr þekkingarskorli sjómanna og átti eigi lít-