Andvari - 01.01.1905, Síða 13
Markús F. Bjarnason.
7
inn þátt í að glæða og efla áhuga manna á þilskipa-
útgerðinni, enda i'jölgaði úr þessn þilskipunum ár frá
ári, þótt auðvitað færi það hægt fyrst framan af.
Yfirburðir þessarar nýju veiðiaðferðar frain yíir liina
fornu lágu í augum uppi og hagnaðurinn var ber-
sýnilegur. Það mátti heita að mönnum yrði það
ljósara með degi hverjum að hér var um mál að
ræða, sem framtíðarhagur sjómannastéttarinnar og
vöxtur og viðgangur sjávarútvegsins og sjávarsveit-
anna liygðisl á. Aðsóknin að sjófræðiskenslunni fór
að sama skapi vaxandi, en um leið fundu menn þó
til þess, að kenslan fullnægði eigi hinum vaxandi
kröfum og að hetur þyrfti iil að vanda, ef vel ælti
að vera. Prófsvottorð frá kenslustofnun þessari höfðu
eigi annað gildi en það, að þau veittu greiðari að-
gang að skipstjórastöðu á fiskiskipum, er eigi voru
neinum sérstökum lögum háð. Enginn fann þó betur
til þessara annmarka á kenslunni en kennarinn sjálf-
ur, enda lét hann eigi hjá líða að vekja máls áum-
bótum í þessu efni bæði fyr og síðar. Þeim mönn-
um öllum, er liezt þeklu til og mest báru hag og
þrifnað sjávarútvegsins fyrir brjósti, gal eigi lengur
dulist, að eilt af aðalskilyrðunum fyrir verulegum
framförum í þessari atvinnugrein var l'öst og slöðug
kensla í stýrimannafræði, er veitti svo fullkomna sér-
þekkingu í þessari grein, sem frekast mætti verða,
og að skipstjórar auk þess fengju tilsögn í öðr-
um almennum fræðigreinum, er að gagni mættu koma
í stöðu þeirra, og heyrðu til almennrar undirbúnings-
mentunar. Með öðrumorðum: Hugmyndin um stofn-
un sjófræðisskóla, er veitti að alloknu prófi svipuð
réttindi og samskonar skólar erlcndis, var tekin að
ryðja sér til rúms og tóku slöðugt lleiri raddir undir
það mál, en það átti þó lengi vel örðugt uppdráttar
lueði hjá þingi og þjóð. Einn af þeim inönnmn, er
tyrstur vakti máls á þessu opinberlega annar en Mar-