Andvari - 01.01.1905, Qupperneq 14
8
Markús F. Bjarnason.
kús, var Edílon Grímsson skipstjóri. Hann reit árið
188(5, eða um það bil sem þingið fyrst veitti styrk
til sjófræðiskenslu, allítarlega grein i ísafold um þetta
mál og sýndi fram á, hve mikil nauðsyn væri á því
að stofnaður yrði reglulegur sjófræðisskóli og ábyrgð-
arfélag fyrir þilskip. Var máli þessu yfirleitt heldur
vel tekið og af engum betur en Markúsi, enda hafði
þessi hugmynd lengi vakað fyrir honum og hann
liafði árum saman barist fyrir henni leynt og ljóst,
þótt eigi yrði neitt vernlega ágengt í þeim efnum.
Hann tók nú ötullega i sama strenginn og slepti eigi
tökum á þessu máli fyr en það að lokum komst í
kring árið 1890, að stofnaður var fastur stýrimanna-
skóli undir stjórn lians og umsjón. Á 6 fyrstu ár-
unum, 1893—95, útskrifaði hann alls 37 stýrimenn,
og fjölgaði þilskipum stórum á því tímabili. Fór nú
aðsóknin að verða svo mikil, að leigubúsnæði skól-
ans fullnægði eigi lengur kröfunum og var þá reist
nýtt skólahús á kostnað landsjóðs, er samsvaraði
betur kröfum tímans. Hefir lærisveinatalan stöðugt
farið vaxandi síðan og sýnir það Ijóst hve brýn þörfin
var orðin, enda verður eigi annað sagl, en að skóli
þessi sé landinu einhver hin nytsamasta stofnun.
Annað mál, sem Markús heitinn barðist ötullega
fyrir, var fjölgun vita bér við land, enda stóð það í
nánu sambandi við lífsstarf hans og verkahring. l'ótt
enn vanti mikið á, að það mál sé komið í viðunan-
legt horf, hefir þó talsvert áunnist, eigi sízt fyrir öt-
ula milligöngu Markúsar, og væri það sjálfsagt enn
lengra á veg komið, ef hans hefði lengur við notið.
Á síðustu árum æfi sinnar hafði hann umsjón og
eftirlit með vitum hér sunnanlands.
Markús heitinn stundaði sjálfur sjó lengi æíinn-
ar bæði í háseta- og skipstjórastöðu og var því manna
bezt kunnugt um, hvað Lil þess útheimtist að gela
barist við höfuðskepnurnar, vind og sjó. í þeirri