Andvari - 01.01.1905, Side 19
Valtýsk sannsögli.
13
þjóðníðingar. Meðan stjórn vor sat í Danmörku og
var í höndum danskra manna, sem vjer liöfðum eng-
in tök á,.var þessi kredda ekki með öllu óeðlileg.
Enn nú er þetta all breitt og afstaða þjóðarinnar við
stjórnina orðin alt önnur enn áður. Nú er stjórnin
»vor eigin stjórmc1), »vajin samkvæmt þingræðisregl-
unni«2) eftir vilja meiri hluta á alþingi eða, sem er sama,
eftir vilja meiri liluta liinnar íslensku þjóðar. Stjórn-
rækni er því nú orðiö sama og þjóðrækni, og meðan
stjórnin hrítur í engu af sjer hilli þjóðarinnar, verð-
ur það ekki með sönnu sagt, að neinnsá sje óþjóð-
ræliinn, sem íillir ilokk stjórnarinnar.
Jeg læt þá úttalað um þessa grein doktors Val-
týs og sní mjer að hinni greininni. Ilún er um »em-
bættisgjöld Islands«.
Höf. gerir afarmikið úr embættiskostnaðinum lijer
á landi og vill l>æta ljárhag landssjóðs með því að
spara þennan kostnað sem mest. Þetta er aðalefni
ritgjörðarinnar, og er í sjálfu sjer ekkert út á það
að setja. Allir íslendingar, hverjum llokki sem þeir
íilgja, munu vera samdóma um það, að vjer eigum
að gæta als sparnaðar í þessari grein, að vjer eigum^
að afnema óþörf embætti og ekki að setja á stofn ní
emhætti, nema brína nauðsin heri til. Var síst þörf’
á langri ritgjörð til að sannfæra menn um þetta.
Samt sem áður væri ritgjörðin góðra gjalda verð, el’
höfundurinn ekki heinlínis reindi til að villa ahnenn-
ingi sjónir um emliættiskostnaðinn með þeim öfgum
og ósannindum, sem engu tali taka. Af þeim manni,
sem vill vera leiðtogi þjóðarinnar, verða menn að
krefjast þess, að liann leggi það mál, sem hann vill
skíra íirir þjóð sinni, l'ram íirir hana, eins og það er
í raun og veru, rangfæri ekkert sínum málstað í vil,
skrökvi hvorki nje íki.
1) Svo kcmst dr. Valtýr sjálfur að orði í Eimrciðinni X, 211. hls.
2) Orð drs. Valtýs sjálfs s.st. 212 bls.