Andvari - 01.01.1905, Side 20
14
Valtýsk sannsögli.
Of mikið má úr öllu gera, og eins úr embættis-
kostnaðinum íslenska. Höfundurinn reinir bersíni-
lega af ásettu ráði að gera hann svo gífurlegan, sem
unt er, miklu meiri enn hann er í raun og veru, og
er hann þó nógu mikill. Alla þá menn, sem fá nokkra
árlega þóknun úr Iandssjóði, telur liöf. með embætt-
ismönnum. Hreppstjórar, fangavörður, málaílutnings-
menn, tannlæknir, hjúkrunarkonur við Holdsveikra-
spítalann, póstafgreiðslumenn, aðstoðarmenn verk-
fræðings, vitaverðir, tímakennarar, íiskiifirmatsmenn,
uinhoðsmenn o. s. l'rv., o. s. frv., — allir þessir menn
eru hjer taldir lil emhættismanna, og laun þeirra eða
þóknanir til embættiskostnaðar. Jafnvel þóknun sú,
sem landið greiðir firir læknishjálp og preslsþjónustu
við Hegningarlnisið, er látin auka embættiskostnað-
inn! Það er engu likara enn að höf. hugsi sjer að
sakamennirnir, sem þessarar þjónustu njóta, sjeu
tómir embættismenn! Er ekki slíkt bein og vísvit-
andi tilraun til að villa almenningi sjónir?
Það virðist þó vera ljóst, að t. d. laun verkfræð-
ings landsins eru ekki anuað enn útgjöld til vega og
samgöngubóta á landi, og laun vitavarða gjöld til
samgöngubóta á sjó. Að því er vitavörsluna snertir,
gleimir höf. að geta þess, að vitagjald skipa (10,000
kr. samkv. fjátögum 1905, 2. gr.) gerir betur enn horga
allan kostnað til vita (7631 kr. skv. fjárl. 1905, 12.
gr. E.).
Höf. setur upp reikning iíir alt, sem hann telur
til emhættiskostnaðar eftir síðustu fjárlögum, og skil'tir
kostnaðinum í 8 ílokka.
í 1. ílokki telur hann laun emhættismanna, greidd
úr landssjóði.
í 2. flokki gjöld við emhættisrekstur, greidd úr
landssjóði.
í 3. ílokki laun opinberra starfsmanna, greidd úr
landssjóði.