Andvari - 01.01.1905, Page 46
40
Ritsímamálið.
mikinn augastað á Færeyjum, íslandi og Grænlandi,
eða leiðinni um þau lönd, til að gera hvern sæ-
síma-stúf sem styztan.
Shaffners-leyfið lell niður 1864, en undir eins
næsta ár sækir enskt félag (Jamcs Wyld, M. P.
o. il.) um nýtt einkaleyfi i sömu átt, og iá það til
30 ára. En af því að árið eftir tókst til fullnaðar
að koma á heina sambandinu milli írlands og
Vesturheims og það reyndist trygt, þá féll fyrirætl-
un Wyld’s niður.
II.
Franiliald síma-sögunnar. 1865—1891.
[Sími til íslands fyrir sjálfs þess sakir. — Bjnrnstj. Bjnrnson.
— N. H. C. Hoffmeyer og bók hans. — Tietgen etazráð og
Store Nordiske Telegraf-Selskab (»St.-N.«). — Málaleitun við
útlend ríki árangurslaust. — Framlagsdeyfð ríkisþingsins.
— Danskir kaupmenn og íslenzkir].
Þessi fvrstu skii'ti, sem lil tals kom um síma-
lagningtil íslands, var ekki um ísland hugsað, nema
sem millilið, eins og að ofan er á vikið.
Að leggja síma til íslands fyrir íslands skuld
eða í þess þarfir — það dreymdi víst engan um í
þá tíð.
Sá fyrsti maður, sem jeg veit til að dreymdi
svo djarfan draum, var skáldkonungurinn norski
Bj^rnstjerne Bjornson. í hrjefi lil mín sumarið
1870 kemst liann m. a. svo aðorði: »Hefði ísland
verið sambandsland Noregs nú, í staðinn fyrir Dan-
merkur, þá stæði ]>að nú í firðrita-sambandi við
umheiminn«. Hann var í því bréfi að halda því
fram, að samband við Noreg væri íslandi miklu hag-