Andvari - 01.01.1905, Side 47
Ritsímamálið.
41
feldara en samband við Danmörk, bæði fyrir frænd-
semi sakir, en einkum af því, að atvinnuvegir vorir
og Norðmanna væri líkari. Lagði liann þar mikla
áherzlu á sjómensku og fiskveiðar, og lá oss á hálsi
iyrir, hve lítl vér hagnýttum auðsuppsprettur liafs-
ins, en kvaðst sjá, að fjárskortur og skorlur á síma-
sambandi við útlönd liömluðu oss þar. Benti á,
að þá hefðu Norðmenn nýverið lagt landsíma norð-
ur á landsenda (til Hammerfest), og dytti engum
manni í hug að ætlast lil þess, að tekjurnar af hon-
um borguðu kostnaðinn. »En lil hins ætlumst vér,
að sjávarútvegur vor liafi árlega það gagn af sím-
anum, að margláldlega svari kostnaði«.
Þetta hefir ræzl.
En Danastjórn hugsaði enn um sinn ekkert í
þá átt, að kosta fé til simalagningar lil íslands —
því síður vér íslendingar sjálfir.
Svona líða 10 árin enn.
1880 gefur svo N. H. C. Hoffmeyer, forstjóri
veðurfræðastofunnar dönsku, út rit á frakknesku:
Etude sur les tempétes de l’Atlantique septentrionale
et projet d’un service télégraphic international relatif
d cet océcui (o: Hugleiðingar um veðráttuna á Norð-
ur-Atlantshafi og tillaga um þjóða-samtök um sima-
þjónustu, er það haf snertir). Hoffmeyer var þá
orðinn heimsfrægur maður fyrir sín »synoptisku«
veðurkort yfir Norður-Atlantshaf og rannsóknir þær
sem þau eru á bygð. Og með þessari bók rök-
studdi hann það, hverja þýðing ritsími milli Norð-
urálfu og Vesturheims, yfir Færeyjar, ísland og
Grænland, hefði lil þess, að geta með meiri vissu
sagt fyrir veður, sem i vændum væri á hafinu og
beggja vegna við það.
Um þetta skeið var Tietgen etazráð enn á liíi
mcð Dönum, inn mikli fjármála-snillingur. Ilann
hafði meðal margs annars gengist fyrir að slofna