Andvari - 01.01.1905, Síða 48
42
Ritsimamálið.
»Ið mikla norræna símafélag« (Siorc Nordiske
Telegraf-Selskab). Það l'élag á m. a. sæsíma, er
liggur frá Danmðrk til Noregs og þaðan til Bretlands
ins mikla. En svo liggur hann líka austur til Rús-
lands og landsími þaðan austur um Síberíu til
Vladivostok; þaðan sæsími til Japans, og þaðan
aftur lil Sínlands. Þetta er því eitt af stærstu síma-
félögum heimsins, og var auðvitað Dönum um
megn, svo lítilli þjóð, að leggja fram alt það fé, er
til þess þurfti að koma þessu á fót. íaið eru því
menn úti um heim, sem eiga meiri lilut lilutahréf-
anna í því; en félagið hefur þó aðsetur sitt i Höfn
og er stjórnað af dönskum mönnum. Það hafa
Danir fyrir snild og dugnað Tietgens að koma fyr-
irtækinu á fót.
Þá er bók Hoffmeyers kom út, var Tietgen enn
á lifi og forstjóri félagsins (»St.-N.«). Hann liugs-
aði ekki einvörðungu um að græða fé, heldur og
að koma á fót fyrirtækjum, er væru samþegnum
sínum og öðrum til gagns og ríkinu til vegs og
virðingar. Hann tók þegar hugmynd Hoffmeyers
fegins höndum. Hann sá, að það var ekki gróða-
fyrirtæki, heldur víst fjártjón, að minsta kosti um
ófyrirsjáanlegan tíma. Ilann gat því ekki lmgsað
til að láta »St.-N.«-fél. gera þetta af eignum ramm-
leik, því síður sem hluthafarnir vóru að meiru leyti
útlendingar, sem ekki hel'ðu tekið þvi með þölck-
um að láta binda félaginu þungan útgjalda-bagga
til hagsinuna fyrir einn lítinn hluta Danaveldis.
Hann fór því aðra leið. Hann leitaði á árunum 1880—
82 lil stjórna ýmsra þjóða, þeirra er helzt eiga skip
í förum um Norður-Atlantshaf, um framlög al'
þeirra hendi til símalagningarinnar, gegn þvi að
þau lönd fengju aftur ókeypis,daglegar veðurskýrsl-
ur. Flestar þjóðirnar tóku því dauflcga, eða aí-
stungu þetta mcð öllu, Svo gerðu m, a, Bretar, sú