Andvari - 01.01.1905, Page 49
Ritsimamálið.
43
þjóðin, sem langmesta skipa-umferð hefir um
þessi höf.
Við það féll málið niður að sinni. En það var
ekki úr lniga Tietgens. Hann sá vel, hver framfara-
vegur símasamband hlaut að verða Færeyjum og
íslandi, og hann sat af og lil um færi til að halda
málinu vakandi við útlendar þjóðir.
Og því hefir eftirmaður hans Suenson haldið
áfram dyggilega, síðan Tietgen dó.
En öll sund virtust lokuð að sinni. Danir hafa
i mörg' horn að líta, og ríkisþing þeirra var ekki
á þeim árum ýkja-fúst lil að kasta út stórfé til fyr-
irtækis, sem Færeyjar og ísland mundu liafa haft
nær eina gagnið af. Mætti, ef lil vill, ef ekki telja
þeim það lil málshóla, þá að minsta kosti skilja
þessa ófýsi betur, er þess er minst, að suinum af
þeim helztu dönsku kaupmönnum, er þá áttu hér
verzlanir, var nauða-illa við að hingað yrði sími
lagður — jafnvel ckki laust við að á sömu skoðun
bryddi lijá stöku íslendingi, bornum og' barnfædd-
um hér, ef hann hafði ])á ílutt búferlum til Hafnar,
en átli einhverja einokunar-verzlunarholu á ein-
hverjum útkjálka lands hér.
Svona liggur þá málið í salti enn um 11 ár.