Andvari - 01.01.1905, Page 51
Ritsímamálið.
45
íslandi gæti aldrei orðið þar nema eins og dropi í
hafinu.
Nú hvílir þá málið enn um sinn, þar til 1895
að enskir menn, Mitchell og Cooper, sækja um
leyfi og styrk til að leggja síma ti! íslands frá Hjalt-
landi, yíir Færeyjar. Sú unisókn hefir þó komið
stjórninni of seinl í hendur til þess, að hún gæti
lagt málið fyrir Alþingi það ár. En 1897 leggur lnin
fram heiðnina og aðra jafnframt frá »St.-N.« félaginu.
Enska félagið vill fá £ 9000 (= 162000 kr.)
tillag árlega í 25 ár frá ríkissjóði og landsjóði til
samans, og gerir ráð fyrir, að af þeirri upphæð
greiði landssjóður árlega £ 2500 (= 45000 kr.).
»St.-N.« fél. sótti að eins um 40000 kr ársstyrk
úr landssjóðí um 20 ár, en ráðgj. tjáði, að innan-
ríkisráðgjafi Dana mundi leita styrks úr ríkissjóði.
Þetta þólti álitlegra, enda »St,-N.« færara um að
láta eitthvað verða úr málinu. Þó taldi stjórnin
nægt að ísland legði l'ram 35000 kr. árstillag, og
það veitti þingið:
»Til fréttaþráðar milli íslands og útlanda,
fyrsla árshorgún af 20 ára tillagi, alt að 35000
kr. árið 1899«.
Þarna var þá málið fyrst komið inn i is-
len/.k fjálög, og þarna höfðu menn fyrsta sinni nokk-
urt liughoð um kostnaðinn.
Næsta ár (1898) sendir »St.-N.« amerískan
rafmagnsverkfræðing, hr. Hanson, sem nú er í Ber-
lin, upp hingað. Ilanson hafði fyrstur manna
komið upp með það, að leggja sæsímann upp lil
Austurlandsins, en ekki alla leið til Reykjavikur
(eða Þorlákshafnar, með landsíma lil Rvk.), en fé
það sem »Sl.-N.« sparaði við þetta, 300,000 kr., skyldi
það greiða íslandi lil landsímalagningar. Ilanson
var hér kunnugur áður, vissi, hve dýr landsima-
lagning lilaul að verða og að hve tiltöíulega litlum