Andvari - 01.01.1905, Page 60
54
Ritsímamálið.
innar iil Reylcjavíkur, þá skuldbindur landið sig með
því til að leggja landsímann. Væri það ekki gert,
og gert tafarlaust, þá væri svikið fé út úr félaginu
og félagið svikið iil símalagningar til landsins; því
að því er gefið í skyn að landsíminn verði lagður,
og í því trausti gengur það að því að leg'gja sæsím-
ann. Af honum yrði nefnilega sama sem alls eng-
ar tekjur, ef hann lægi að eins lil eins staðar — á
Austurlandi!
Landið væri og sjálft svikið á fyrirtækinu með
því móti, því að það liefði sama sem ekkert gagn
af simasambandi milli eins staðar á Austurlandi og
útlanda. Pingið hefði þá kastað 35000 kr. árlega
í sjóinn.
Til þess — og til þess eins — er féð veitt »til
ritsíma milli íslands og úttanda«, að fjárveitingin
Írði notuð, ef kostur yrði á, og pað sem fgrst. —
'ví er það veitt fyrir bæði árin, að byrja hefði
mátt þegar 1. Jan. 1904, ef kostur hefði verið.
Og nú gafst þessi kostur. Nú bauðst færi, sem
aldrei hefir boðist áðnr og engin líkindi eru til að
aftur bjóðist nœslu 20 ár.
Þingsings vilji og ásetningur er skýr og vís.
Að hlýðnast honum var og er sjálfsögð skylda ráð-
herrans í þessu máli. Ef hann ælti kost á að fá
framgengt vilja þingsins, en gerði það ekki og' slepti
úr höndum landsins dýrmætu færi, sem ólíklegt er
að aftur komi fyrri en eftir 20 ár, þá ætli hann
ámæli — eða jafnvel ákæru skilið samkvæmt ráð-
gjafa-ábyrgðarlögunum.
í annan stað hefir því vciáð fram haldið af
málgögnum stjórnfjenda, að 2. athugasemdin aftan
við íjárveitinguna á 12. gr. 1) ljárlaganna: »Til rit-
síma«, o. s. frv., sem orðrétt var prentað hér að
framan, eigi jal'nt við veitinguna, hvort sem fénu
sé varið til sæsíma eða loftritunar. En engum