Andvari - 01.01.1905, Síða 64
58
Ritsímamálið.
Það var samgöngumála-nefnd n. d. Alþingis
1903, er gefið hafði tilefni til þess, að heimildinni
til að verja því fé, er til síma var veitt, lil »þráð-
lauss hraðskeytasambands«, með tilteknum skilyrð-
um. Hr. Hatstein sneri sér því til Marconi-félags-
ins í Lundúnum, sem keypt hefir cinkarétt af Mar-
coni til að hagnýta uppfundning hans, og leitaði
þar fyrir sér1), hvort félagið lrejrsti sér til að koma
á loftritun milli útlanda og kaupstaða Islands, og þá
með hverjum kjörum. Einnig sneri hann sér í
samlögum við samgöngumála-ráðgjafann, hr. Alfr.
Hage til »St.-N.« félagsins.
Nú stöð svo á, að á þessu ári (1904) var út
runnið einkaleyfi »St.-N.« til að hafa sæsíma frá
Danmörku yfir Noreg lil Bretlands, og vildi félag-
ið eðlilega fá endurnýjun á þessu einkaleyfi, en til
þess þurfti samþykki stjórnanna í þeim þrem rik-
jum, er hér áttu hlut að máli.
Eg' hefi gelið þess hér að framan, að stjórnendur
»St.-N.« hafl jafnan haft áhuga á að koma íslandi í
símasamhand við umheiminn. En hluthafar í félag
inu eru ílestir útlendir (aðallega franskir). Hluthafar
hugsa jafnan mest um arð af hlutabréfum sínum,
og útlendingar, sem ekki stóðu í ríkissambandi við
ísland, höfðu enga hvöt lil að leggja fémuni sína í söl-
urfyrir ])etla mál, sem varðaði eingöngu danska rikið
eða aðallega einn hluta þess (ísland). Stjórn félags-
ins hafði því til þessa ekki yelað tekið að sér síma-
lagninguna, sem hafði sýnilegt árlegt íjártjón í för
‘) Áður hnfði mynclast i Khöfn (vorið 1903) félag fyrir forgöngu þeirra
Arntzens og Warburgs, til að kaupa af Marconi-félaginu i Lundúnum
rétt til aðjkoma á loftritasamhandi niilli íslands og útlanda. En það gat
aldrei fengið fé til framkvæmda (selt næg lilutahréf) og gat enga trygg-
ing sett fvrir, né einu sinni lofuð, að neitt yrði úr fyrirtækinu. Fékk þvi
ekki eínkaleyfið, sem það sótti um, og lagðist svo niður i árslok 1903,
pað var þvi úr sögunni, er ln*. Hafstein kom til valda,