Andvari - 01.01.1905, Page 74
68
Rilsímamálið.
Herra Alberti var sem, íslands ráðgjafi þar til
1. Febr. 1904, hafði þegar eftir þinglok 1903 tilkynt
»St. N.«, að fjárveiting Alþingis stæði til l)oða, án
sérstakra skilmála, að því er símalagning snerti.
Vilji þingsins var skýr og' Ijós og margauglýst-
ur með atkvæðagreiðslu þess. Hér var nú kostur
á að fá honuin framgengt á þann hátt og með þeim
kjörum, er þingið hafði lállist á. Hinsvegar mátti
ganga að því vísu, að væri ekki nú gcrðir samn-
ingar við »St. N.«, áður cn pað fékk endurnýjim á
einkaréttinum fyrir síma sinn milli 'Danmerkur oy
Skoilands, þá mundu að öllu fyrirsjáanlegu og lík-
legu mega biða önnur 20 árin til, þar til er félagið
yrði aftur fáanlegt til, að ganga að slíkum samningi.
Félagið var ekki líklegt til, að gera það aftur, fyrri
en Jiað þyrfti al'tur á endurnýjuninni að halda —
1925!
Þar sem nú svona slóð á, var })að skýlaus
skylda ráðberra íslands, að semja við »St. N.«, svo
framarlega, sem eigi fengist betri boð og jafn-
tryggileg um loftritun. Ef bann hefði ekki gerl
])að, })á befði hann traðkað yfirlýstum vilja Alþingis,
látið ógert að framkvæma bann og bakað landinu
með því stórtjón. Það er ekki ólíklegt, að sum
ónefnd blt'jð hefðu þá minzt á 4. gr. ábyrgðarlag-
anna og talið ráðherrann ákæruverðan.
Það eina, sem spurning gat verið um fyrir
ráðherrann, ef hann semdi við »St. N.«. var, bvorl
hann ælli að ákveða lendingarstað sæsímans í ná-
nnmda við Reykjavík eða á Austfjörðum. En eins
og áður er á vikið, og eins og færðar hafa verið
góðar og gildar ástæður lýrir, meðal annars fyrir
fám áruin bæði i »ísafold« og »Eimreiðinni«, gat
þetta varla verið mikið álitamál, enda hafði þingið
einnig tvivegis skýrlega látið sinn vilja í ljósi um