Andvari - 01.01.1905, Side 80
74
Ritsímamálið.
Frá landtökustað sæsímans á íslandi verður
lagður laridsimi til Reykjavíkur, og skal hann lil-
briinn til starfa 1. Okt. 1906, nema óviðráðanlegar
cða afsakanlegar tálmanir banni. Til símastofnunar
þessarar leggur félagið fram í eitt skifti fyrir öll
300,000 kr. til landssjóðs íslands. Stjórn íslands sér
um lagning landsímans á kostnað landssjóðs sem
verður eigandi simans. Allur kostnaður við við-
hald og starfrækslu landsímans greiðist af lands-
sjóði, sem og fær allar tekjur af landsímanum.
Ef sæsíminn bilar, svo að símritunin teppist
eða verður örðug, skal félagið svo iljótt, sem unt
er, gera allar þær ráðstafanir, sem mcð þarf, til
þess að gert verðí við það sem aílaga fór.
Slitni landsíminn eða raskist samband milli
landtökustaðar sæsímans og Reykjavíkur, lætur stjórn
íslands gera við það svo íljótt, sem unt er. Aldrei
á félagið þó undir neinum kringumstæðum kröfur
til skaðabóta fyrir tekjurýrnun, stafandi af ólagi á
landsímanum.
5 gr.
Félagið er, með tilliti lil síma þess er leyfi
þetta hljóðar um, háð ákvæðunum í ritsímasamningi
þeim er gerður var i St. Pétursborg 10.—22. Jiilí
1875 og þeim alþjóðareglum, sem settar eru eða
verða eftir samningi þessum.
6. gr.
Meðan leyfi þetta slendur skal ekki mcga veita
neinum öðrum en félaginu rétt til símalagningar
eða annara til almenningsnota ætlaðra rafmagns-
sambanda milli íslands og Færeyja eða milli ís-
lands eða Færeyja og annara hluta Norðurálfu.
Aftur á móti slcal leyfisskrá þessi ekki vera því til
fyrírstöðu, að reistar séu á íslandi og í Færeyjum
stöðvar fyrir þráðlausa firðritun, til hraðskeytasam-